Flugvellir á Íslandi

Íslenskir flugvellir eru vottaðir samkvæmt reglugerð nr. 464 um flugvelli frá árinu 2007

Hér má finna lista yfir áætlunarflugvelli á Íslandi.

Samkvæmt reglugerðinni ber rekstraraðilum flugvalla að sækja um starfsleyfi fyrir rekstrinum. Starfsleyfi eru tvenns konar; rekstrarleyfi og staðfest skráning. Rekstrarleyfi er veitt til reksturs flugvalla í flokki I.

Flokkun flugvalla

Flugvöllum er skipt í fjóra flokka. Flugvellir í flokki I teljast alþjóðaflugvellir og þjóna millilandaflugi. Aðrir flokkar flugvalla eru skráningarskyldir, þjóna flugi innanlands og uppfylla almennt ekki að fullu kröfur sem gerðar eru til alþjóðaflugvalla.

 • Flugvöllur I

  • Akureyrarflugvöllur ( skipulagsreglur )
  • Egilsstaðaflugvöllur
  • Keflavíkurflugvöllur
  • Reykjavíkurflugvöllur ( skipulagsreglur )
  • flugvöllurinn í Pristina, Kosovo er vottaður af Samgöngustofu
 • Flugvöllur II

  • Enginn flugvöllur í flokki II skráður hérlendis
 • Skráður lendingarstaður

  • Á sjöunda tug skráðra lendingastaða, sjá nánar í Flugmálahandbók AIP-Ísland.
 • Þyrluvöllur

Lendingar- og flugtakssvæði utan flugvalla með starfsleyfi

Flugmálastjórnin hefur gefið út upplýsingabréf um lendingar eða flugtök utan flugvalla (AIC B03/2007). Slík svæði eru óvottuð með öllu frá hendi Flugmálastjórnar en lendingar utan vottaðra flugvalla eru algerlega á ábyrgð viðkomandi flugstjóra. 

Athygli er vakin á að ef lendingar- og flugtakssvæði er farið að líta út sem flugvöllur er skv. reglugerðinni skylt að skrá svæðið sem flugvöll. 

Þessi skylda til skráningar er skv. gr. 5 sem hljóðar svo: „Óheimilt er að reka skráningarskyldan flugvöll, án þess að staðfest skráning sé í gildi.“

Vottun flugvalla á Íslandi hófst árið 2004 en þá var reglugerð um flugvelli fyrst gefin út hérlendis. Reglugerðin endurspeglar að mestu leyti Viðauka 14, Hluta I og II við Chicago sáttmálann hvað varðar flugvelli í flokki I og þyrluvelli. Séríslenskur hluti er í reglugerðinni og fjallar hann aðallega um flugvelli í flokki II og í flokki skráðra lendingarstaða.


Var efnið hjálplegt? Nei