Almennt um lofthæfimál
Eftirlit með lofthæfimálum fjallar í meginatriðum um úttektir og vottun viðhaldsstöðva loftfara og viðhaldsstjórnun flugrekenda og einkaaðila
Samgöngustofa sér í þessu samhengi um loftfaraskrá sem er hin lögformlega skráning á eignarhaldi loftfara í eigu íslenskra aðila.
Þessi málaflokkur fellur undir reglugerðir Evrópusambandsins nr. 216/2008, 748/2012 og 2042/2003.
Helstu verkefni varðandi lofthæfimál.
-
Leyfisveitingar og reglubundið eftirlit á fyrirtækjum sem framkvæma viðhald sem og stjórnun á fyrirtækjum sem stjórna viðhaldi loftfara sem og Part 147 skóla viðhaldsvotta.
-
Tæknilegar úttektir á loftförum.
-
Mat á lofthæfi þ.e. útgáfa og endurnýjun lofthæfivottorða sem staðfestir að loftfar sé lofthæft að uppfylltum ákveðnum kröfum.
-
Mat á menntun, þjálfun og prófum flugvéltækna.
-
Þátttaka í starfi EASA við samræmingu og innleiðingu reglna ásamt ýmsum samskiptum við stofnunina um lofthæfimál og starfsemi leyfishafa.