Höfðaborgarsamningurinn

Ísland er aðili að Höfðaborgarsamningnum um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði ásamt bókun um búnað loftfara. Samningurinn og bókunin tekur formlega gildi hvað Ísland varðar þann 1. október nk. sbr. lög nr. 74/2019.

IDERA eyðublað (.pdf)

Óafturkræf heimild til að biðja um afskráningu og útflutning (IDERA)

Í XIII. gr. Höfðaborgarsamningsins um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði er kveðið á um heimild skuldara til að gefa út til þriðja aðila heimild til að óska eftir afskráningu loftfars af loftfaraskrá (IDERA). 

IDERA eyðublað

  • IDERA eyðublað skal vera á því formi sem um getur í Höfðaborgarsamningnum. 
  • Skráður eigandi loftfars getur óskað eftir IDERA-skráningu í loftfaraskrá. Skila þarf viðeigandi IDERA-eyðublaði til Samgöngustofu í tvíriti. 
  • Eyðublaðið skal vera undirritað með bleki af skráðum eiganda loftfars. 
  • Samgöngustofa fer yfir beiðni um IDERA-skráningu og ef gögn reynast viðunandi er IDERA skráð í loftfaraskrá Samgöngustofu í tengslum við viðkomandi loftfar.
  • Ófullnægjandi gögn verða ekki afgreidd og þeim skilað til skráðs eiganda á hans eigin ábyrgð. Ef lögmaður kemur fram fyrir hönd skráðs eiganda mun samskiptum beint til lögmannsins. 
  • Tryggja skal að skráningargögn séu að formi og efni þannig að Samgöngustofa getur viðurkennt.
  • Staðfesting á fullnægjandi IDERA-skráningu mun afhent þeim sem fær heimild til afskráningar á grundvelli hennar eða lögmanni sem kemur fram fyrir hans hönd.
  • Gjald er tekið fyrir IDERA-skráningu samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu.

Afturköllun IDERA

IDERA-skráning hjá Samgöngustofu verður eingöngu afmáð úr loftfaraskrá gegn skriflegu samþykki þess sem hefur heimild til afskráningar samkvæmt skráðu IDERA.

Lög um Höfðaborgarsamninginn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara (nr. 74/2019)

Auglýsing um gildistöku laganna og fullgildingu Höfðaborgarsamningsins

Höfðaborgarsamningurinn

Nánar um Höfðaborgarsamninginn á vef Unidroit, vörsluaðila samningsins


Var efnið hjálplegt? Nei