Atvinnuflugmaður

Til að fá útgefið atvinnuflugmannsskírteini þarf að ljúka bók- og verklegu námi hjá viðurkenndum flugskóla sem hefur heimild til að kenna fyrir útgáfu atvinnuflugmannsskírteinis

Um bóklegt nám

Bóklegt nám fer fram skv. sérstakri námsskrá sem inniheldur 14 greinar. Að loknu bóklegu námi hjá flugskóla þarf nemandinn að standast bókleg atvinnuflugmannspróf hjá Samgöngustofu í 13 próffögum:

 • 010 - Air law (LAW)
 • 021 - Airframe/systems/power plant (ASP)
 • 022 - Instrumentation (INST)
 • 031 - Mass and balance (M&B)
 • 032 - Performance (PERF)
 • 033 - Flight planning and monitoring (FPM)
 • 040 - Human performance (HUM)
 • 050 - Meteorology (MET)
 • 061 - General navigation (GEN NAV)
 • 062 - Radio navigation (R NAV)
 • 070 - Operational procedures (OPS)
 • 081 - Principles of flight (POF)
 • 090 - Communications (COM)

Útskrift úr skólaprófi hjá flugskóla gildir í 12 mánuði í hverju fagi og þarf nemandi að hefja próf Samgöngustofu í því fagi innan þess tíma. Prófunum þarf að ljúka með 75% árangri að lágmarki í hverri námsgrein.

Nemar hafa 18 mánuði til að ljúka prófunum talið frá enda þess mánaðar sem fyrsta próf var þreytt. Einnig gilda skilyrði um hámarksfjölda próftilrauna í hverju fagi (4) og hámarksfjölda prófsetna (6).

Standast þarf fagið 'Area 100 - Knowledge, Skills and Attitudes (KSA)' hjá flugskóla áður en nemendur hefja fyrstu tilraun við sitt síðasta próffag á prófum Samgöngustofu.

Bóklegt atvinnuflugmannspróf gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi og blindflugsáritun. Þeir sem ekki fullnægja einhverjum framangreindra skilyrða þurfa að fá endurþjálfun hjá flugskóla og endurtaka bókleg próf Samgöngustofu.

* Samkvæmt nýrri ATPL námskrá

Réttindi atvinnuflugmanna

Réttindi handhafa atvinnuflugmannsskírteinis eru að stjórna þeim flugvélum sem hann hefur réttindi á. Atvinnuflugmannsskírteini eitt og sér veitir skírteinishafa ekki rétt til að stunda atvinnuflug. Til að gera það þarf viðkomandi að starfa hjá flugrekanda með flugrekstrarleyfi. Til að mega flytja farþega þurfa flugmenn áður að hafa framkvæmt þrjú flugtök og þrjár lendingar á síðustu 90 dögum á viðkomandi tegund loftfars. Réttindi skv. atvinnuflugmannsskírteini eru háð því að flugmaður hafi einnig í gildi heilbrigðisvottorð.


Var efnið hjálplegt? Nei