Blindflugsáritun

Blindflugstími er sá tími sem floginn er eingöngu eftir mælitækjum án viðmiðunar utan stjórnklefans. Til að öðlast blindflugsáritun (IR) þarf að ljúka bóklegu og verklegu námi hjá viðurkenndum flugskóla sem hefur heimild til þjálfunar nemenda í blindflugi.

Þegar ekki eru sjónflugsskilyrði er flogið samkvæmt blindflugsreglum (IFR), en til þess þarf flugmaðurinn að hafa blindflugsáritun (IR) í skírteini sínu. Blindflugsnám er kennt hjá samþykktum þjálfunarfyrirtækjum (flugskólum) og er námið bæði bóklegt og verklegt.

Bóklega blindflugsnámið er yfirleitt tekið samhliða bóklegu atvinnuflugmannsnámi. Útskrift úr bóklegum atvinnuflugmannsprófum (ATPL) gildir í 36 mánuði til að ljúka verklegu atvinnuflugmannsnámi og færniprófi til útgáfu atvinnuflugmannsskírteinis með blindflugsáritun, (CPL / IR), talið frá og með þeim degi sem próftaki lýkur öllum bóklegum prófum.

Einnig er hægt að fara á sérstök bókleg blindflugsnámskeið, t.d. fyrir einkaflugmenn, ef þau eru í boði hjá viðkomandi flugskóla. Að loknu slíku námskeiði þarf nemandinn að standast bókleg blindflugspróf (IR) hjá Samgöngustofu í 7 próffögum:

  • 010 - Air law (LAW)
  • 022 - Instrumentation (INST)
  • 033 - Flight planning and monitoring (FPM)
  • 040 - Human performance (HUM)
  • 050 - Meteorology (MET)
  • 062 - Radio navigation (R NAV)
  • 090 - Communications (COM)

Til að fá blindflugsáritun í skírteini þarf að standast bókleg blindflugspróf (IR) hjá Samgöngustofu (hafi viðkomandi ekki lokið bóklegum atvinnuflugmannsprófum innan 36 mánaða) og/eða verklegu færniprófi með prófdómara.

Performance Based Navigation (PBN)

Hér má finna upplýsingaefni fyrir flugmenn varðandi innleiðingu á PBN-kröfum

PBN upplýsingabréf


Var efnið hjálplegt? Nei