Blindflugsáritun

Blindflugstími er sá tími sem floginn er eingöngu eftir mælitækjum án viðmiðunar utan stjórnklefans

Þegar ekki eru sjónflugsskilyrði er flogið samkvæmt blindflugsreglum (IFR), en til þess þarf flugmaðurinn að hafa blindflugsáritun í skírteini sínu. Blindflugsnám er kennt í viðurkenndum flugskólum og er námið bæði bóklegt og verklegt. 

Bóklega blindflugsnámið er oft tekið samhliða bóklegu atvinnuflugmannsnámi en einnig er hægt að fara á sérstakt bóklegt blindflugsnámskeið, t.d. fyrir einkaflugmenn, ef það er í boði hjá viðurkenndum flugskóla. 

Til fá blindflugsáritun í skírteinið þarf að standast bókleg blindflugspróf hjá Samgöngustofu (hafi viðkomandi ekki tekið bókleg atvinnuflugmannspróf) og verklegt próf hjá prófdómara.

Flugöryggisstofnun Evrópu EASA hefur sent frá sér tillögu um breytingar á blindflugsréttindum fyrir einkaflugmenn, sjá hlekk: 

https://www.easa.europa.eu/system/files/dfu/NPA%202016-14.pdf


Var efnið hjálplegt? Nei