Skírteini á létt loftför

Til að fá útgefið skírteini á létt loftför (LAPL) þarf að ljúka bóklegu og verklegu námi hjá flugskóla sem hefur heimild til þjálfun nemenda á létt loftför

Skírteini á létt loftför (LAPL) fyrir annaðhvort flugvélar eða svifflugur geta verið ágætur kostur fyrir þá sem eingöngu hafa áhuga á að stunda einkaflug á smærri vélum.

Einnig gæti skírteinið verið valkostur fyrir þá sem ekki uppfylla skilyrði fyrir útgáfu 2. flokks heilbrigðisvottorðs en skilyrði fyrir útgáfu LAPL heilbrigðisvottorðs eru vægari. Skírteinið uppfyllir ekki að öllu leyti kröfur Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) og gildir ekki utan Evrópu. Fyrir þyrlur og flugvélar takmarkast réttindi skv. skírteininu við loftför undir 2000 kg. og að hámarki þrjá farþega (fjórir um borð með flugmanni).

Kröfur til útgáfu LAPL skírteinis fyrir þyrlur og flugvélar eru að mestu þær sömu og fyrir einkaflugmannsskírteini á sömu gerð loftfars nema verklegi hluti námsins er styttri. Þá eru vægari kröfur um útgáfu heilbrigðisvottorðs.

 


Var efnið hjálplegt? Nei