Grunnréttindaflokkar

Skírteini flugvéltækna er skipt niður í flokka og undirflokka eftir því hvaða réttindi skírteinishafi hefur

Flokkarnir eru eftirfarandi:

  • Flokkur A
  • Flokkur B1
  • Flokkur B2
  • Flokkur B3
  • Flokkur C

Undirflokkarnir eru:

  • Flokkur A1 og B1.1 Flugvélar með hverfihreyflum (aeroplane turbine)
  • Flokkur A2 og B1.2 Flugvélar með strokkhreyflum (aeroplane piston)
  • Flokkur A3 og B1.3 Þyrlur með hverfilhreyflum (helicopter turbine)
  • Flokkur A4 og B1.4 Þyrla með strokkhreyflum (helicopter piston)

Grunnréttindi

Skírteini flugvéltæknis í flokki A veitir handhafa leyfi til að: 

Gefa út afhendingarvottorð/viðhaldsvottorð (CRS) að loknu minni háttar reglubundnu leiðarviðhaldi (line maintenance) og að lokinni einfaldri lagfæringu á bilun innan ramma þeirra verkefna sem sérstök vottunarheimild (CRS authorisation) frá samþykktu Part 145 heimilar  

Vottunarréttindi skulu vera bundin við þau verk sem skírteinishafi hefur sjálfur innt af hendi í samþykktu Part 145 viðhaldsfyrirtæki. Nánari lýsing á þessu fyrirkomulagi er að finna í Part 145.A.30 og 35.

Skírteini flugvéltæknis í flokki B1 veitir handhafa leyfi til að:

Gefa út afhendingarvottorð/viðhaldsvottorð (CRS) og vinna sem B1-aðstoðarmaður að: 

  • Viðhaldi sem framkvæmt er á burðarvirki loftfars, fullbúnum hreyflum og vélvirkum kerfum og rafkerfum.
  • Vottun á viðhaldi á rafeindabúnaði sem kallar aðeins á einfaldar prófanir til að kanna nothæfi þeirra. Bilanaleit í rafeindabúnaði er ekki leyfð.

Viðeigandi flokkur A fellur sjálfkrafa undir viðeigandi flokk B1. Einnig fellur B3 grunnréttindi unir flokk B1.2. 

Skírteini flugvélatæknis í flokki B2 veitir handhafa leyfi til að:

Gefa út afhendingarvottorð/viðhaldsvottorð (CRS) og vinna sem B2-aðstoðarmaður að viðhaldi sem framkvæmt er á:

  • Rafeindabúnaði loftfara og rafkerfum.
  • Verkum tengt rafeindarbúnaði og rafkerfum sem tilheyra fullbúnum hreyflum og vélvirkum kerfum sem krefst aðeins einfaldrar prófunar til að staðfesta nothæfi kerfisins.

Í tilfellum sem ekki falla undir liðina tvo hér að ofan veitir B2 grunnáritun handhafa einnig leyfi til að:

  • Gefa út B1 afhendingarvottorð (viðhaldsvottorð) í kjölfar minni háttar reglubundins leiðarviðhalds og einfaldra lagfæringa á bilunum innan ramma þeirra verkefna sem sérstök vottunarheimild (CRS authorisation) frá samþykktu Part 145 heimilar. 

Vottunarréttindi takmarkast við verk sem skírteinishafi hefur sjálfur framkvæmt innan vébanda samþykkts Part 145 viðhaldsfyrirtækis, og takmarkast við þær flugvélategundir sem skírteinishafinn hefur þegar hlotið B2 tegundaráritun á. Nánari lýsing á þessu fyrirkomulagi er að finna í Part 145.A.30 og 35.

Þetta þýðir að B2 skírteinishafi geti vottað minniháttar B1 leiðarviðhald og lagfæringar, svipað og A skírteinishafi getur gert. B2 skírteinið innifelur þó ekki neina A-undirflokka.

Skírteini flugvélatæknis í flokki B3 veitir handhafaleyfi til að:

Gefa út afhendingarvottorð/viðhaldsvottorð (CRS) og vinna sem B3-aðstoðarmaður að:

  • Viðhald sem framkvæmt er á burðarvirki flugvéla, fullbúnum hreyflum, vélvirkum kerfum og rafkerfum.
  • Vottun á viðhaldi á rafeindabúnaði sem kallar aðeins á einfaldar prófanir til að kanna nothæfi þeirra. Bilanaleit í rafeindabúnaði er ekki leyfð.

Grunnáritun í flokki B3 á eingöngu við um óþrýstijafnaðar flugvélar með strokkhreyfli sem eru vottaðar fyrir 2000 kg eða lægri hámarksflugþyngd (piston-engine non-pressurised aeroplanes of 2 000 kg MTOM and below).

Skírteini flugvélatæknis í flokki C veitir handhafa leyfi til að:

Gefa út afhendingarvottorð/viðhaldsvottorð (CRS) að loknu aðalviðhaldi (base maintenance) loftfars. Réttindin gilda um loftfarið í heild sinni.

Þessum flokki er skipt niður í 2 flokka:

  • Flókin, vélknúin loftför.
  • Loftför, önnur en flókin, vélknúin loftför.


Var efnið hjálplegt? Nei