Grunnréttindi

Til að öðlast EASA Part 66 skírteini flugvéltæknis þarf umsækjandinn að sýna með prófi fram á kunnáttu í viðeigandi námsáföngum með því að leggja fram viðurkenningarvottorð (Certificate of Recognition)

Slíkt viðurkenningarvottorð er gefið út af samþykktu EASA 147 viðhaldskennslufyrirtæki. Á vottorðinu kemur fram hvaða grunnnám var stundað, t.d. B1.1 eða B2, og hvort fullt nám flugvéltæknis var tekið, þ.e. verklegt og bóklegt (basic training course) eða eingöngu staðist próf (basic examination).

Sótt um skírteini

Umsækjandi þarf einnig að sýna fram á verklega reynslu að loknu námi eða í kjölfar þess að hafa staðist próf. Lengd verklegrar reynslu er breytileg eftir því hvaða grunnréttindum er verið að sækjast eftir og skal vera dæmigerður þverskurður af viðhaldsverkum loftfara eins og við á.

Þegar sótt er um fyrsta skírteini flugvélatæknis þarf a.m.k eitt ár af tilskilinni reynslu að vera nýleg reynsla. Þegar sótt er um viðbótarflokka eða undirflokka við gildandi skírteini flugvéltæknis þurfa a.m.k þrír mánuðir af tilskilinni reynslu að vera nýleg reynsla.

Viðurkenningarvottorð frá samþykktu EASA 147 viðhaldskennslufyrirtæki, sem staðfestir kunnáttu í viðeigandi námsáföngum, skal ekki vera eldra en tíu ára þegar sótt er um Part 66 skírteini og skal allri verklegri reynslu einnig vera lokið innan þess tíma. Ef vottorðið er eldra en tíu ára þarf að meta námið sérstaklega að nýju.

Kröfur um reynslu fyrir grunnáritun


grunnaritun part 66

Myndin sýnir kröfur til reynslu fyrir grunnáritun í flokkum A,B1,B2 eða B3.

Til að öðlast „C“ grunnáritun fyrir flókin, vélknúin loftför:

  • Sýna fram á þriggja ára reynslu í að gefa út afhendingarvottorð/viðhaldsvottorð (CRS) og/eða vinna sem aðstoðarmaður (support staff) í flokkum B1.1, B1.3 eða B2 á stórum loftförum skv. 145 hluta.
  • Sýna fram á fimm ára reynslu í að gefa út afhendingarvottorð/viðhaldsvottorð (CRS) og/eða vinna sem aðstoðarmaður (support staff) í flokkum B1.2 eða B1.4 á stórum loftförum skv. 145 hluta.

Til að öðlast „C“ grunnáritun fyrir loftför önnur en flókin, vélknúin loftför:

  • Sýna fram á þriggja ára reynslu í að gefa út afhendingarvottorð/viðhaldsvottorð (CRS) og/eða vinna sem aðstoðarmaður (support staff) í flokkum B1 eða B2 skv. 145. hluta

Til að sýna fram á reynslu þarf að skrá hana niður. Samgöngustofa hefur gefið út  skráningarbók (logbook) sem hægt er að nota til að skrá niður reynslu.


Var efnið hjálplegt? Nei