Tegundar- og hópáritun

Til að fá heimild til viðhaldsvottunar á ákveðið loftfar þarf Part 66 skírteinishafi m.a. að hafa tegundaráritun á viðeigandi loftfar

Tegundaráritun ræðst af því hvaða grunnáritun skírteinishafinn hefur og í hvaða hóp loftfarið flokkast. Hóparnir eru þrír: 

Hópur 1 - Loftför sem hafa verið skilgreind sem flókin, vélknúin loftför. Veitt er stök tegundaráritun fyrir loftför í hópi 1.

Hópur 2 - Önnur loftför en þau sem falla undir hóp 1. Hópur 2 skiptist niður í þrjá undirflokka:

  • Undirflokkur 2a: „Single turbor-propeller engine aeroplane“. Veitt er stök tegundaráritun, hóptegundaráritun eða full hópréttindi.
  • Undirflokkur 2b: „Single turbor-propeller engine helicopters“. Veitt er stök tegundaráritun, hóptegundaráritun eða full hópréttindi.
  • Undirflokkur 2c: „Single piston engine helicopters“. Veitt er stök tegundaráritun hóptegundaráritun eða full hópréttindi.

Hópur 3 - Flugvélar með strokkhreyfil tilheyra ekki hópi 1 hér að ofan. Veitt er stök tegundaráritun eða full hópréttindi með eftirfarandi takmörkunum eins og við á:

  • Pressurized aeroplanes.
  • Metal structure aeroplanes.
  • Composite structure aeroplanes.
  • Wooden structure aeroplanes.
  • Aeroplanes with metal tubing structure covered with fabric.

Fyrir Part 66 skírteinishafa með B3 grunnáritun er eingöngu veitt hópáritun „Piston-engine non-pressurised aeroplanes of 2000 kg MTOM and below“ með eftirfarandi takmörkunum eins og við á:

  • Metal structure aeroplanes.
  • Composite structure aeroplanes.
  • Wooden structure aeroplanes.
  • Aeroplanes with metal tubing structure covered with fabric.

Bóklegt og verklegt nám skal hafa hafist og lokið innan 3 ára frá því að sótt er um tegundaráritun.

Leiðir til að fá tegundar- eða hópáritanir

a) Loftför sem tilheyra hópi 1 fyrir skírteinishafa með B1, B2 eða C grunnáritun

Til að fá B1, B2 eða C tegundaráritun fyrir loftför sem falla undir hóp 1 þarf að:

  • Ljúka viðurkenndri tegundarþjálfun frá EASA Part 147 viðhaldskennslufyrirtæki. Viðurkennd tegundarþjálfun samanstendur af bóklegu (theoretical) og verklegu (practical) námi. Því til staðfestingar þarf að liggja viðurkenningarvottorð (Certificate of Recognition).
  • Ef um fyrstu áritun í flokki/undirflokki er að ræða þarf einnig að ljúka starfsþjálfun á vinnustað (OJT).
  • Sá sem sækir eingöngu um C tegundaráritun þarf þó ekki að ljúka starfsþjálfun á vinnustað.

b) Loftför sem tilheyra hópi 2 fyrir skírteinishafa með B1 eða C grunnáritun

Til að fá staka B1 eða C tegundaráritun fyrir loftfar í hópi 2 eru tvær leiðir:

  • Sækja um tegundaráritun að lokinni viðurkenndri tegundarþjálfun með sama fyrirkomulagi og lýst er fyrir í hóp 1.
  • Standast tegundarpróf hjá viðurkenndum EASA 147 skóla eða Samgöngustofu og sýna fram á verklega reynslu í kjölfarið.

Mögulegt er að sækja um hópáritun í undirflokkum sem tilheyra hóp 2. Sú hópáritun getur verið bundin við framleiðanda eða hópáritun á viðeigandi undirflokkinn í heild sinni, þ.e.:

  • Full sub-group 2a
  • Full sub-group 2b
  • Full sub-group 2c.

Hópréttindi, bundin framleiðanda („manufacturer sub-group rating“) fyrir B1.1, B1.3, B1.4 og C áritun

  • Umsækjandi skal uppfylla skilyrði fyrir a.m.k. tveimur tegundaráritunum á loftför frá sama framleiðanda sem samanlagt eru dæmigerðar fyrir viðkomandi tegund loftfara framleiðanda í undirflokki (sub-group).
  • Í þeim tilvikum sem loftför í undirflokki (sub-group) frá sama framleiðanda eru ólík gæti þurft fleiri en tvær tegundaráritanir frá sama framleiðanda til að uppfylla skilyrði fyrir hópréttindi, bundin framleiðanda.


Hópréttindi („Full sub-group rating“) fyrir B1.1, B1.3, B1.4 og C áritun

  • Umsækjandi skal uppfylla skilyrði fyrir a.m.k. þremur tegundaráritunum á loftför frá mismunandi framleiðendum sem samanlagt eru dæmigerðar fyrir viðkomandi tegund loftfara í undirflokki (sub-group).
  • Í þeim tilvikum sem loftför í undirflokki (sub-group) frá mismunandi framleiðendum eru ólík gæti þurft fleiri en þrjár tegundaráritanir frá mismunandi framleiðendum til að uppfylla skilyrði fyrir framleiðandahópáritun.

Þrátt fyrir að undir hóp 2 falli ekki loftför úr hópi 1 er mögulegt að fá viðurkenningu (credit) fyrir tegundaráritun af loftfari úr hópi 1 þegar sótt er um hóptegundaráritun eða full hópréttindi.

c) Loftför sem tilheyra hóp 2 fyrir skírteinishafa með B2 grunnáritun

Til að fá staka B2 tegundaráritun fyrir loftfar í hópi 2, er sama fyrirkomulag og nefnd eru í lið b.

Mögulegt er að fá B2 hópáritun, hvort sem það er hópáritun fyrir ákveðinn framleiðanda eða hópréttindi á undirflokkinn í heild sinni. Þegar sýnt hefur verið fram á verklega reynslu sem felur í sér dæmigerðan þverskurð af viðhaldsverkefnum skírteinisflokksins og viðkomandi undirhóps. Þetta þýðir að það nægir að sína fram á verklega reynslu til að fá B2 hópáritun fyrir loftför í hópi 2.

d) Loftför sem tilheyra hóp 3 fyrir skírteinishafa með B1, B2 eða C grunnáritun

Til að fá staka B1, B2 eða C tegundaráritun fyrir loftfar í hópi 3 er sama fyrirkomulag og nefnd eru í lið b.

Skírteinishafi með B1, B2 eða C grunnáritun getur sótt um „Full group 3“ hópáritun með því að sýna fram á verklega reynslu af viðhaldsverkefnum flugvéla sem falla undir þann hóp. Skírteinishafinn fær þó „Full group 3“ hópáritun með eftirfarandi takmörkunum eins og við á:

  • Pressurized aeroplanes.
  • Metal structure aeroplanes.
  • Composite structure aeroplanes.
  • Wooden structure aeroplanes.
  • Aeroplanes with metal tubing structure covered with fabric.

Takmörkun er hægt að aflétta þegar sýnt hefur verið fram á verklega reynslu fyrir viðeigandi takmörkun.

e) Loftför sem tilheyra hóp 3 fyrir skírteinishafa með B3 grunnáritun

Eingöngu er í boði ein tegund af áritun (hópáritun) fyrir skírteinishafa með B3 grunnáritun:

  • Piston-engine non-pressurised aeroplanes of 2.000 kg MTOM and below.

Skírteinishafi með B3 grunnáritun getur sótt um ofangreinda hópáritun með því að sýna fram á verklega reynslu af viðhaldsverkefnum flugvéla sem falla undir þann hóp með tilsjón af eftirfarandi takmörkunum:

  • Metal structure aeroplanes.
  • Composite structure aeroplanes.
  • Wooden structure aeroplanes.
  • Aeroplanes with metal tubing structure covered with fabric.

Takmörkun er hægt að aflétta þegar sýnt hefur verið fram á verklega reynslu fyrir viðeigandi takmörkun.



Var efnið hjálplegt? Nei