Umsókn - upplýsingar
Þegar sótt er um fyrsta Part 66 skírteini eða óskað er eftir breytingum skal ávallt fylla út umsóknareyðublað EASA form 19
Nauðsynleg fylgigögn skulu berast með umsókninni og fara þau bæði eftir bakgrunni umsækjanda og því um hvað er sótt.
Þegar sótt er um fyrsta Part 66 skírteini eða um viðbótar flokka eða undirflokka við gildandi skírteini flugvélatæknis þarf að fylgja umsókninni:
- Viðurkenningarvottorð fyrir Part 147 grunnþjálfunarnámskeiði eða grunnprófi.
- Skráningarbók sem staðfestir verklega reynslu.
- Afrit af vegabréfi (á við þegar sótt er um fyrsta Part 66 skírteini).
- Gilt Part-66 skírteini ef við á (á við ef sótt er um breytingu á gildandi skírteini).
Þegar sótt er um tegundaráritun þarf að fylgja umsókninni:
- Gilt Part-66 skírteini.
- Viðurkenningarvottorð fyrir bóklegri og verklegri tegundarþjálfun útgefið af viðurkenndu Part 147 viðhaldskennslufyrirtæki.
- Viðurkenningarvottorð fyrir tegundarprófið útgefið af Flugmálastjórn Íslands eða af viðurkenndum Part 147 viðhaldskennslufyrirtæki ásamt dagbók flugvirkja er sýnir verklega reynslu.
- Ef sótt er um fyrstu áritun fyrir loftför í hópi 1, 2 eða 3 þarf að fylgja samþykkt „On the Job Training“.
Þegar sótt er um afléttun á takmörkunum fyrir loftför sem falla undir hóp 3 þarf að fylgja umsókninni:
- Gilt Part-66 skírteini.
- Staðfesting á viðeigandi reynslu við viðeigandi takmörkun.
Frá og með 1. ágúst 2013 þarf eftirfarandi að fylgja umsókn um B1.1 eða B2 Part 66 skírteini byggt á afarétti:
- Þjóðarskírteini, ICAO, ef við á.
- Sveinsbréf.
- Afrit af öllum helstu skólagögnum ásamt FAA skírteini ef við á.
- Afrit af vegarbréfi ef umsækjandi er ekki þegar með þjóðarskírteini.