Bókleg próf

Hér að neðan er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar tengdar bóklegum einkaflugmannsprófum (PPL) og atvinnuflugmannsprófum (ATPL)

Þær kröfur sem gerðar eru um bókleg próf vegna útgáfu skírteina er að finna í reglugerð nr.  180/2014

Næstu bóklegu próf

Einkaflugmannspróf (PPL): 

 • 14. og 15. júní

Atvinnuflugmannspróf (ATPL): 

 • 07., 08., 09., 10. og 13. júní


Nánari upplýsingar um næstu prófsetu má finna hér.

Skráning og greiðslur

Nánari upplýsingar um næstu próf, próftöflur og skráningartímabil má finna hér.

Hlekk á skráningarsíðu má finna hér

Verð fyrir hvert próf: PPL 3.936 kr. / ATPL 5.566 kr.

Prófgjöld fást ekki endurgreidd eftir að skráningarfrestur í próf er liðinn.

Nemendur í erlendum flugskólum sem vilja sækja um bókleg próf hjá Samgöngustofu þurfa að senda inn sér umsókn með góðum fyrirvara áður en próftaka er heimiluð. Frekari upplýsingar má finna hér.

Próftaki verður að hafa lokið skólaprófi með fullnægjandi árangri (75%) áður en hann skráir sig til prófs hjá Samgöngustofu.  

Áætlun um bókleg próf 2022

Komin er út áætlun bóklegra prófa fyrir árið 2022.

Athugið að áætlunin hér að neðan er birt með fyrirvara um breytingar. Allar breytingar verða auglýstar með góðum fyrirvara á vef Samgöngustofu.

Einkaflugmannspróf (PPL) hjá Samgöngustofu - áætlun 2022

 • 5. og 6. janúar
 • 8. og 10. mars
 • 2. og 3. maí
 • 14. og 15. júní
 • 16. og 18. ágúst
 • 11. og 13. október
 • 6. og 8. desember

Atvinnuflugmannspróf (ATPL) hjá Samgöngustofu - áætlun 2022

 • 5., 6., 7., 10., 11. og 12. janúar
 • 25., 26. og 27. janúar
 • 7., 8., 9., 10. og 11. mars
 • 25., 26., 27., 28. og 29. apríl
 • 7., 8., 9., 10. og 13. júní
 • 15., 16., 17., 18. og 19. ágúst
 • 10., 11., 12., 13. og 14. október
 • 5., 6., 7., 8. og 9. desember

Leiðbeiningar fyrir bókleg flugpróf

Leiðbeiningar fyrir rafrænt bókunar- og greiðslukerfi má finna hér

Leiðbeiningar fyrir bókleg flugpróf Samgöngustofu má finna hér

Leiðbeiningar vegna notkunar á heftum í ATPL-prófum má finna hér

Próftökum ber að kynna sér og fara eftir prófreglum. Þær má finna hér

Veikindi/önnur forföll í prófum

Próftakar mega tilkynna veikindi eða önnur forföll með því að senda tölvupóst á: prof@icetra.is

Ekki er farið fram á að próftakar tilkynni veikindi eða skili inn læknisvottorði. 

Prófgjöld fást ekki endurgreidd eftir að skráningarfrestur í próf er liðinn.

Fylgigögn í próf

Próftakar mega koma með eftirfarandi fylgigögn í próf:

Almennt

 • Skriffæri

 • Óforritanleg reiknivél

 • Flugreiknistokkur (mekkanískur/óforritanlegur)

 • Gráðubogi (plotter)

 • Áttaviti og sirkill

 • Reglustika

ATPL

 • Mass and Balance: CAP 696

 • Performance: CAP: 698

 • Flight Planning & Monitoring: Jeppesen General Student Pilot Route Manual (GSPRM 2017) og CAP 697

 • General Navigation: Jeppesen General Student Pilot Route Manual (GSPRM 2017)

PPL

 • Sjónflugskort í 070-Flight performance & planning og 090-Navigation.

Öll önnur gögn eru óheimil og túlkast sem brot á prófreglum.

Verði próftaki uppvís um svindl varðar það ógildingu á öllum einkunnum hans hjá Samgöngustofu og 12 mánaða próftökubann í öllum aðildarríkjum EASA.

Fylgigögn sem próftaki kemur með í próf mega ekki innihalda lausnir eða yfir/undirstrikanir á gröfum, kortum eða nokkurs konar glósum. Skyndiskoðanir verða framkvæmdar af yfirsetumönnum og gögn sem brjóta þessar reglur gerð upptæk.

Tungumál

Hægt er að taka einkaflugmannspróf (PPL) á íslensku eða ensku. Próftaki velur tungumál áður en próftaka hefst.

Aðeins er í boði að taka atvinnuflugmannspróf (ATPL) á ensku.

Tímafrestir og önnur skilyrði vegna bóklegra prófa

 • Próftaka ber að ljúka öllum prófum með lágmarksárangri 75% innan 18 mánaða (talið frá enda þess mánaðar sem hann þreytti sitt fyrsta próf).
 • Próftaki fær að hámarki fjórar tilraunir í hverju próffagi.
 • Próftaki í bóklegum ATPL prófum fær að hámarki sex prófsetur (sittings) til þess að ljúka öllum prófum. Athugið að enginn hámarksfjöldi er á setum í PPL prófum.
 • Próftaki í bóklegum ATPL prófum þarf að standast öll lokapróf og lokanámsmat í Area 100–KSA áður en hann getur hafið fyrstu tilraun við sitt síðasta próffag á prófum Samgöngustofu.
 • Útskrift úr bóklegum ATPL prófum Samgöngustofu gildir til útgáfu CPL / IR skírteinis í 36 mánuði, frá og með þeim degi sem próftaki lýkur öllum bóklegum prófum. 
 • Útskrift úr bóklegum PPL prófum gildir til útgáfu PPL skírteinis í 24 mánuði, frá og með þeim degi sem próftaki lýkur öllum bóklegum prófum.


Einkunnir berast próftaka í tölvupósti eigi síðar en viku eftir síðasta próf í próftörn.


Var efnið hjálplegt? Nei