Próftöflur

Hér má finna upplýsingar um tímasetningar bóklegra flugprófa Samgöngustofu.

Opnað verður  fyrir skráningar í próf sem haldin verða 7. - 15. júní 2022 kl 14, þann 11. maí 2022.

Síðasti skráningardagur er 25. maí 2022.

Hlekk á skráningarsíðu má finna hér.

Prófgjöld fást ekki endurgreidd eftir að skráningarfrestur í próf er liðinn.


ATHUGIÐ:  Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir auglýstan síðasta skráningardag. Einnig er bent á að ekki er hægt að breyta skráningu eftir á.

Leiðbeiningar fyrir rafrænt bókunar- og greiðslukerfi má finna hér

Leiðbeiningar vegna próftöku í bóklegum flugprófum má finna hér  

Leiðbeiningar vegna notkunar á heftum í  ATPL-prófum má finna hér


Atvinnuflugmannspróf

Bókleg atvinnuflugmannspróf (ATPL) verða haldin í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, 108 Reykjavík.    Sjá ATPL próftöflu

 

Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta auglýsta skráningardag. Einnig er bent á að ekki er hægt að breyta skráningu eftir á.

Verð fyrir hvert ATPL próf: 5.566 kr.


Einkaflugmannspróf

Bókleg einkaflugmannspróf (PPL) verða haldin í húsnæði Samgöngustofu, Ármúla 2, 108 Reykjavík.  Sjá PPL próftöflu

Athugið: Einungis ein tímasetning er í boði fyrir hvert fag í einkaflugmannsprófum.

Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir auglýstan síðasta skráningardag. Einnig er bent á að ekki er hægt að breyta skráningu eftir á.

Verð fyrir hvert PPL próf: 3.936 kr.


Nemendur í erlendum flugskólum

Nemendur í erlendum flugskólum sem vilja sækja um bókleg próf hjá Samgöngustofu þurfa að senda inn sér umsókn með góðum fyrirvara áður en próftaka er heimiluð. Sækja þarf um í tölvupósti og ganga frá greiðslu tímagjalds fyrir vinnu sérfræðings eigi síður en 2 vikum fyrir fyrsta próf í fyrstu setu umsækjanda. Umsækjandi þarf einnig að tryggja sér sæti í prófum hverju sinni. Skráning og greiðsla prófgjalda fer fram í gegnum rafrænt bókunar- og greiðslukerfi.

Sé framangreindum skilyrðum ekki uppfyllt verður umsókn hafnað.

Tímagjald fyrir vinnu sérfræðings er innheimt áður en nemandi í erlendum flugskóla hefur nýja tilraun við bókleg próf Samgöngustofu. Um er að ræða eingreiðslugjald fyrir þann tíma sem það tekur stofnunina að afla aukinna upplýsinga um umsækjanda og flugskóla umsækjanda, samskipti við erlend flugmálayfirvöld, öflun staðfestingar á próftökurétt í hverju próffagi fyrir hverja prófsetu, öflun gagna, mat á gögnum, utanumhald og önnur umfjöllun sérfræðings umfram það sem hefðbundið er. Upplýsingar um kostnað við þessa vinnu eru veittar þegar umsókn hefur verið móttekin af Samgöngustofu í gegn um tölvupóst. Miðað er við meðaltal tímafjölda sem þessi vinna tekur á prófatímabili nemenda (sex setur/18 mánuðir).


Var efnið hjálplegt? Nei