Kvartanir vegna prófa

Hægt er að senda inn kvörtun til Samgöngustofu vegna framkvæmda á verklegum flugprófum flugliða og prófa/mats vegna deildarþjálfunar flugumferðarstjóra

Prófdómarar og matsmenn skulu vera óvilhallir og hlutlægir í mati sínu. Hafi próftaki/nemi ástæðu til að efast um að framangreindra sjónarmiða hafi verið gætt getur hann borið fram kvörtun til Samgöngustofu.

Á þetta við um framkvæmdir á verklegum flugprófum flugliða og prófa eða mats vegna deildarþjálfunar flugumferðarstjóra í ákveðnum tilvikum.

Kvörtunina skal senda ásamt rökstuðningi á netfangið fcl@icetra.is. Eftir að kvörtun berst til Samgöngustofu er hún rýnd af sérstakri áfrýjunarnefnd sem tekur afstöðu til þess hvort prófdæming eða mat hafi verið óvilhallt og hlutlægt.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda fyrirspurn á fcl@icetra.is.


Var efnið hjálplegt? Nei