Kröfur um aldur og heilbrigði

Flugmenn og flugumferðarstjórar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði er snerta aldur og heilbrigði

Aldurstakmarkanir

Um flugmenn gildir eftirfarandi:

Flugmaður sem er orðinn sextugur má ekki starfa sem flugmaður í flutningaflugi nema:

 • Í fjölstjórnaráhöfn (fram að 65 ára)

 • Flugmaður sem hefur ná 65 ára aldri má ekki starfa sem flugmaður í flutningaflugi. 

Heilbrigðiskröfur

Öllum handhöfum flugliðaskírteina er skylt að vera handhafar sérstaks Part-MED heilbrigðisvottorðs. Að lokinni fullnægjandi heilbrigðisskoðun hjá fluglækni, sem fer fram í samræmi við kröfur Part-MED, gefur fluglæknir út 1. eða 2. flokks heilbrigðisvottorð. Gildistími 1. og 2. flokks heilbrigðisvottorða er mismunandi.

Handhafar flugumferðarstjóraskírteina þurfa 3. flokks vottorð samkvæmt reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra.

Fyrsta flokks Part-MED heilbrigðisvottorð:

 • Á við um atvinnuflugmannsskírteini og flugvélstjórnarskírteini.

 • Gildir í 12 mánuði fyrir atvinnuflugmenn í einstjórnarloftförum þar til þeir ná 40 ára aldri, en eftir það gildir vottorð í 6 mánuði.

 • Gildir í 12 mánuði fyrir atvinnuflugmenn í fjölstjórnarloftförum þar til þeir ná 60 ára aldri, en eftir það gildir vottorð í 6 mánuði.

 • Gildir í 12 mánuði fyrir  flugvélstjóra.  

Annars flokks Part-MED heilbrigðisvottorð:

 • Á við um flugnema, einkaflugmenn og svifflugmenn. 

 • Gildir í 60 mánuði til fertugs, í 24 mánuði til fimmtugs og í 12 mánuði eftir það.

 • Um fisflugmenn gildir grein 1.2.5.2.3.1 við reglugerð nr. 400 frá 2008.

Þriðja flokks Part-ATCO.MED heilbrigðisvottorð

 • Á við um flugumferðarstjóra.

 • Gildir í 24 mánuði til fertugs og í 12 mánuði eftir það.

Flugvéltæknar og flugumsjónarmenn þurfa ekki heilbrigðisvottorð.


Var efnið hjálplegt? Nei