Tilkynningar flugatvika

Að tilkynna flugatvik bætir flugöryggi


Alvarleg flugatvik og flugslys og alvarleg flugumferðaratvik skal tilkynna strax og án tafar til Rannsóknarnefndar flugslysa. Samrit af þeirri tilkynningu án viðauka skal senda til Samgöngustofu á netfangið mandatory.reporting@icetra.is

Í nýrri reglugerð 900/2017 ( EU 376/2014 ) um tilkynningu atvika í almenningsflugi, greiningu og eftirfylgni þeirra er kveðið á um að tilkynningar skuli vera samrýmanlegar Eccairs (ADREP) flokkunarkerfinu.  

Mörg atvikaskráningarkerfi fyrirtækja eru með þessa lausn en fyrir þá sem vilja tilkynna beint til Samgöngustofu er hægt að nýta sér Íslandsgáttina á heimasíðunni aviationreporting.eu 

Ef valið er að tilkynna fyrir sjálfan sig sem einkaflugmann þá er eyðublaðið í einfölduðu formi þar sem ekki er krafist eins mikilla upplýsinga. 

Ef valið er að tilkynninga fyrir hönd fyrirtækis er hægt velja á milli fimm eyðublaða fyrir: flugrekstur, flugvelli og flugafgreiðslu, flugleiðsögu-þjónustu, viðhald og einkaflug.

Hægt er að hlaða niður öllum eyðublöðunum.
Eyðublað - tilkynning fyrir sjálfan sig sem einkaflugmann.
Eyðublöð - tilkynningar fyrir hönd fyrirtækis.

Útfyllt eyðublað má senda á: mandatory.reporting@icetra.is eða hlaða því upp aftur á heimasíðunni aviationreporting.eu 

Hægt er að senda inn valfrjálsar tilkynningar til Samgöngustofu með þrennum hætti: 

  1. Í  gegnum netfangið  voluntary.reporting@icetra.is 
  2. Í  gegnum Íslandsgáttina á heimasíðunni aviationreporting.eu
  3. Með nafnlausri ábendingu um flugöryggi á heimasíðu Samgöngustofu  

Var efnið hjálplegt? Nei