Valfrjáls tilkynning á flugatviki
Valfrjálsar tilkynningar skulu vera með sama sniði og tilkynningarskyld. Valfrjálsar tilkynningar eru metnar og skoðaðar sérstaklega en unnar og greindar saman með tilkynningarskyldum flugatvikum.
Valfrjálsar tilkynningar eru flokkaðar sem:
- Tilkynningar um flugatvik sem ekki falla undir flokkun á tilkynningarskyldum flugatvikum.
- Aðrar öryggisupplýsingar sem tilkynnandi telur að geti haft raunveruleg áhrif eða hugsanleg áhrif á flugöryggi.
Valfrjálsar tilkynningar hjálpa okkur að greina mögulegar hættur sem geta stafað að flugöryggi og um leið að koma með fyrirbyggjandi aðgerðir.
Valfrjálsar tilkynningar skulu sendar til voluntary.reporting@icetra.is