Trúnaður og vernd tilkynnanda

Þeim sem tilkynnir um flugatvik verður ekki refsað né verður hann beittur viðurlögum þótt um sé að ræða brot gegn ákvæðum laga er snúa að atvikinu eða á reglum settum á grundvelli þeirra. Þetta á þó ekki við ef atvik verður til af ásetningi, stórfelldu gáleysi, undir neyslu áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja.

Samkvæmt lögum um tilkynningu flugatvika og lögum um Samgöngustofu, þá eru allir starfsmenn sem taka við tilkynningu um flugatvik haldin trúnaði um efni tilkynninganna. Tilkynningar um flugatvik er eingöngu ætlað til söfnunar og greiningar með því markmiði að auka flugöryggi. Því má ekki gefa upplýsingar um einstök flugatvik til almennings.

Var efnið hjálplegt? Nei