Mitt svæði

Mitt svæði er þjónusta sem einfaldar einstaklingum að halda rafrænt utan um sín mál

Innskráning á Mitt svæði

 

Innskráning er með Íslykli frá Þjóðskrá eða með rafrænum skilríkjum. Notendur sem ekki hafa Íslykil til umráða nú þegar eru leiddir í gegnum einfalt umsóknarferli. 

Vakin er athygli á að tilkynning um eigendaskipti ökutækis er ekki ígildi kaupsamnings eða afsals. Eigendaskiptatilkynning er tilkynning til Samgöngustofu um að ákveðin viðskipti hafi átt sér stað, þar sem skipt er um eiganda ökutækis. Kaupsamningur og afsal fara eingöngu milli kaupanda og seljanda sem staðfesting á viðskiptum þeirra á milli. Þau skjöl þurfa ekki að berast Samgöngustofu eða öðru yfirvaldi. Kaupendur og seljendur ökutækja eru hvattir til að kynna sér ítarefni þessu tengt hér.

Hvað er hægt að gera á Mínu svæði?

  • Yfirsýn yfir ökutæki í eigu og umráði notanda
  • Kaup og sala ökutækja (eigendaskipti)
  • Skráning umráðamanna og meðeiganda 
  • Panta nýtt skráningarskírteini 
  • Endurnýja einkanúmer
  • Yfirsýn yfir rafræna reikninga
  • Fletta upp eigendum ökutækja (hámark 5 á dag)

Öll ferli er hægt að klára á Mínu svæði auk þess sem hægt er að greiða umsýslugjöld með greiðslukorti. Mitt svæði stendur fólki til boða á íslensku og ensku.


Var efnið hjálplegt? Nei