Mitt svæði

Mitt svæði er þjónusta sem einfaldar einstaklingum að halda rafrænt utan um sín mál

Innskráning á Mitt svæði

 

Innskráning er með Íslykli frá Þjóðskrá eða með rafrænum skilríkjum. Notendur sem ekki hafa Íslykil til umráða nú þegar eru leiddir í gegnum einfalt umsóknarferli. 

Leiðbeiningarmyndband fyrir rafræn eigendaskipti á Mínu svæði

MittSvaediVideoHorfa á myndband á Youtube

Hvað er hægt að gera á Mínu svæði?

  • Yfirsýn yfir ökutæki í eigu og umráði notanda
  • Kaup og sala ökutækja (eigendaskipti)
  • Skráning umráðamanna og meðeiganda 
  • Panta nýtt skráningarskírteini 
  • Endurnýja einkanúmer
  • Yfirsýn yfir rafræna reikninga
  • Fletta upp eigendum ökutækja (hámark 5 á dag)

Öll ferli er hægt að klára á Mínu svæði  auk þess sem hægt er að greiða umsýslugjöld með kreditkorti eða í gegnum heimabanka. Mitt svæði stendur fólki til boða á íslensku og ensku.


Var efnið hjálplegt? Nei