Mitt svæði
Mitt svæði er þjónusta sem einfaldar einstaklingum að halda rafrænt utan um sín mál
Innskráning er með Íslykli frá Þjóðskrá eða með rafrænum skilríkjum. Notendur sem ekki hafa Íslykil til umráða nú þegar eru leiddir í gegnum einfalt umsóknarferli.
Leiðbeiningarmyndband fyrir rafræn eigendaskipti á Mínu svæði
Hvað er hægt að gera á Mínu svæði?
- Yfirsýn yfir ökutæki í eigu og umráði notanda
- Kaup og sala ökutækja (eigendaskipti)
- Skráning umráðamanna og meðeiganda
- Panta nýtt skráningarskírteini
- Endurnýja einkanúmer
- Yfirsýn yfir rafræna reikninga
- Fletta upp eigendum ökutækja (hámark 5 á dag)
Öll ferli er hægt að klára á Mínu svæði auk þess sem hægt er að greiða umsýslugjöld með kreditkorti eða í gegnum heimabanka. Mitt svæði stendur fólki til boða á íslensku og ensku.