Flokkar ökuréttinda

Reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011

Reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011


Hér má sjá yfirlit um gildi eldri ökuréttinda:

Tafla3

1) fólksbifreið sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd.
2) bifreið fyrir allt að 5.000 kg. farm.

Um réttindi vegna eftirvagns/tengitækis.
1. Ökuskírteini, útgefið fyrir 15. ágúst 1997 sem veitir rétt til að stjórna bifreið í B-, C1-, C-, D1- eða D-flokki, veitir einnig rétt fyrir BE-, C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk, eftir því sem við á.

2. Ökuskírteini, útgefið frá og með 15. ágúst 1997 og fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, sem veitir rétt til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki, (BE-flokkur) má stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er þyngri en 3.500 kg. (Sjá 7. tölulið 5. mgr. 6. gr.).

Flokkar, helstu tákntölur og skilgreining ökuréttinda

Þann 21. janúar 2013 tóku gildi breytingar á reglum er lúta að bifhjólum. 


Flokkur
Tákntala
Ökuréttindi
AM Veitir rétt til að stjórna:
léttu bifhjóli á tveimur eða þremur hjólum, með vélarstærð ekki yfir 50cc ekki hannað fyrir meiri hraða en 45 km.
A1
(A72)
Veitir rétt til að stjórna:
bifhjóli á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns með slagrými sem er ekki yfir 125 sm³, með afl sem er ekki yfir 11 kW og með afl/þyngdar-hlutfall sem er ekki yfir 0,1 kW/kg, einnig bifhjóli á þremur hjólum með afl sem er ekki yfir 15 kW, réttindi í AM-flokki fylgir.
A2 Veitir rétt til að stjórna:
bifhjóli, en undir það flokkast:
 1. tvíhjóla bifhjól með eða án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,2kW/kg. Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 35 kW,
 2. ökutæki í AM og A1-flokki og
 3. torfærutæki s.s. vélsleða.
A Veitir rétt til að stjórna:
bifhjóli, en undir það flokkast
 1. bifhjól á þremur hjólum með meira afl en 15 kW,
 2. ökutæki sem flokkast undir A2-flokk og
 3. tvíhjóla bifhjól án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,2 kW/kg, eða vélarafl fer yfir 35 kW.
B Veitir rétt til að stjórna:
bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við:
 1. eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd eða
 2. eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé vagnlest 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,

 3. bifhjóli á fjórum eða fleiri hjólum

 4. léttu bifhjóli í AM-flokki,

 5. bifhjóli á þremur hjólum í A1-, A2- eða A-flokki með þeirri takmörkun að sá sem er yngri en 21 árs má ekki stjórna slíku bifhjóli með afl yfir 15 kW,

 6. dráttarvél í T-flokki

 7. vinnuvél (akstur á vegum) og

 8. torfærutæki, s.s. vélsleða.

BE Veitir rétt til að stjórna:
bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd.
C Veitir rétt til að stjórna:
bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.
C1
(C74)

Veitir rétt til að stjórna:
bifreið sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er meira en 3.500 kg en ekki meira en 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.

CE

Veitir rétt til að stjórna:
bifreið í C-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.

C1E
(CE76)

Veitir rétt til að stjórna:

 1. bifreið í C1-flokki með eftirvagn/tengitæki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd og má leyfð heildarþyngd vagnlestar ekki vera meiri en 12.000 kg og

 2. bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd og má leyfð heildarþyngd vagnlestar ekki vera meiri en 12.000 kg.

D Veitir rétt til að stjórna:
bifreið sem gerð er fyrir fleiri en 8 farþega auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.
D1
(D75)
Veitir rétt til að stjórna:
bifreið sem er ekki lengri en 8 m og gerð er fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.
DE Veitir rétt til að stjórna:
bifreið í D-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.
D1E
(DE77)
Veitir rétt til að stjórna:
bifreið í D1-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd.
T Veitir rétt til að stjórna:
dráttarvél í almennri umferð með eftirvagn/tengitæki.
400 Veitir rétt til farþegaflutninga í atvinnuskyni á fólksbifreið. Réttinda aflað frá og með 1. mars 1988 án hópbifreiðaréttinda (D- eða D 1-flokks). Farþegafjöldi að hámarki 8 farþegar.
425 Veitir rétt til farþegaflutninga í atvinnuskyni á hópbifreið. Farþegafjöldi meira en 8 farþegar.

450

Veitir rétt til farþegaflutninga í atvinnuskyni á fólks- og hópbifreið. Farþegafjöldi ótakmarkaður eða farþegar að hámarki 16 ef leigubifreiðaréttinda var aflað fyrir 1. mars 1988 án hópbifreiðaréttinda (D-flokks).
100 Réttindi á fólksbifreið þyngri en 3.500 að leyfðri heildarþyngd t.d. húsbíla.
110 Réttindi á vörubifreið skráð fyrir allt að 5 tonna burðargetu.
900 Líffæragjafi.
95 Veitir rétt til vöru- og farþegaflutninga í atvinnuskyni.

Var efnið hjálplegt? Nei