Siglingaöryggisstofnun Evrópu - EMSA

Ísland er aðili að Siglingaöryggisstofnun Evrópu - EMSA . Siglingaöryggisstofnunin gegnir hlutverki tækniaðila sem sér Bandalaginu fyrir nauðsynlegum úrræðum til að herða með skilvirkum hætti reglur um almennt siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum. Stofnunin aðstoðar framkvæmdastjórnina við hið viðvarandi verkefni að uppfæra og þróa löggjöf Bandalagsins á sviði siglingaöryggis og varna gegn mengun frá skipum og veita nauðsynlegan stuðning til að tryggja samleitna og skilvirka framkvæmd slíkrar löggjafar í gervöllu Bandalaginu með því að aðstoða framkvæmdastjórnina við að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin samkvæmt gildandi löggjöf og framtíðarlöggjöf Bandalagsins á sviði siglingaöryggis og varna gegn mengun frá skipum. 


Nánar um Siglingaöryggisstofnun Evrópu

Til að ná fram þeim markmiðum, sem liggja til grund­vallar því að stofnuninni var komið á fót, annast ýmis önnur mikilvæg verkefni sem miða að því að auka siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum á hafsvæðum aðildarríkjanna. Stofnunin vinnur með aðildarríkjunum að skipulagningu viðeigandi þjálfunar á sviði hafnarríkiseftirlits og fánaríkismála og að veita tækniaðstoð í tengslum við framkvæmd löggjafar Bandalagsins. Hún greiðir fyrir samstarfi aðildarríkja og framkvæmdastjórnarinnar eins og kveðið er á um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/59/EB frá 27. júní 2002 um stofnun eftirlits- og upplýsingakerfis Bandalagsins fyrir umferð á sjó með því að starfrækja hvers kyns upplýsingakerfi sem kann að vera nauðsynlegt fyrir markmið þeirrar tilskipunar og vegna starfsemi sem varðar rannsóknir í tengslum við alvarleg sjóslys. Hún sér framkvæmdastjórninni og aðildarríkjunum fyrir hlutlægum, áreiðanlegum og sambærilegum upplýsingum og gögnum um siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum til að gera þeim kleift að vinna hvers kyns nauðsynleg framtaksverkefni til að efla þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið og að meta skilvirkni þeirra. Hún sér til þess að þekking í Bandalaginu á sviði siglingaöryggis verði aðgengileg þeim ríkjum sem sækja um aðild. Þessum ríkjum er heimil þátttaka í stofnuninni, sem og öðrum þriðju löndum sem hafa gert samninga við Bandalagið um að innleiða og beita löggjöf Bandalagsins á sviði siglingaöryggis og varna gegn mengun frá skipum. 
Stofnunin stuðlar að því að komið verði á betra samstarfi milli aðildarríkja og þróar og miðlar bestu starfsvenjum í Bandalaginu. Það stuðlar aftur að því að efla í heild sinni siglingaöryggiskerfi í Bandalaginu auk þess að draga úr hættunni á sjóslysum, sjávarmengun og mannskaða á sjó.
Til að störf, sem stofnuninni eru falin, séu vel af hendi leyst heimsækja starfsmenn hennar aðildarríkin til að fylgjast með því hvernig kerfi siglingaöryggis og varna gegn mengun frá skipum í Bandalaginu starfar í heild sinni. Þessar heimsóknir fara fram í samræmi við stefnu sem stjórn stofnunarinnar setur og skulu stjórnvöld aðildarríkjanna greiða fyrir þeim.



Var efnið hjálplegt? Nei