Haffæri og skoðun
Eftirfarandi reglur gilda um haffæri og skoðun skipa
Fiskiskip
-
Fiskiskip lúta almennum reglum um haffærisskírteini.
-
Fiskskip sem notuð eru í atvinnuskyni skulu sæta skoðun þar sem gengið er úr skugga um að fullnægt sé ákvæðum laga um eftirlit með skipum (sjá nánar 11.gr. laga nr. 47/2003).
-
Skoðun sker úr um hvort Samgöngustofa gefi út eða endurnýi skírteini.
Farþega- og flutningaskip
-
Farþega- og flutningaskip lúta almennum reglum um haffærisskírteini.
-
Farþegaskip sæta lögboðnum skoðunargerðum á grundvelli laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum.
-
Skip sem er < 20 brúttótonn skal ekki gefið út nema fyrir liggi yfirlýsing tryggingarfélags um áhafnartryggingu (sjá nánar 172.gr. laga nr. 34/1985 og 3.gr. laga nr. 55/2001).
-
Ef farþegaskip er háhraðafarþegafar, nýtt (kjölur lagður eftir 1.1.2001), gamalt > 24 metrar að lengd skal gefa út öryggisskírteini farþegaskips (sjá nánar 9. gr. reglugerðar nr. 666/2001, sbr. 983/2004).
-
Flutningaskip >500 brl. þurfa að fá útgefið öryggisskírteini á grundvelli viðeigandi skoðana (sjá nánar reglugerð nr.638/1983).