Siglingatæki

Öllum farþega- og flutningaskipum ber að hafa ákveðinn siglingatæki um borð

Farþegaskip

Um farþegaskip gilda eftirfarandi reglur:

  • Farþegaskip skulu hafa áttavita og sjókort (sjá 10.gr. reglna nr. 189/1994).

  • Farþegaskip skulu hafa siglinga- og merkjaljós sem alþjóðasiglingareglur gera ráð fyrir sem og hin fyrirskipuðu dagmerki. Fyrirkomulag og styrkleiki siglingaljósa skal vera skv. alþjóðasiglingareglum (sjá nánar 11.gr. reglna nr. 189/1994).

  • Annar búnaður um borð: Sjómannaalmanak, lög, leiðbeiningar, skrá yfir radíóvita, þjóðfáni, neyðaráætlun o.fl. (sjá nánar 12.gr reglna nr. 189/1994).

Fiskiskip

Um fiskiskip gilda eftirfarandi reglur:

  • Öll fiskiskip skulu hafa um borð áttavita og sjókort (sjá 10.gr. reglna nr. 189/1994).

  • Fiskiskip > 15 m skulu búin staðalseguláttavita.

  • Fiskiskip > 24 m skulu eftir atvikum einnig búin stýrisseguláttavita.

  • Fiskiskip > 45 m skulu eftir atvikum einnig búin gíróáttavita (sjá kafla I.í viðauka rg. nr. 122/2004).

  • Annar búnaður um borð: Sjómannaalmanak, lög, leiðbeiningar, skrá yfir radíóvita, þjóðfáni, neyðaráætlun o.fl. (sjá nánar 11.gr. reglna nr. 189/1994 og kafla I. Í viðauka rg. nr. 122/2004).


Var efnið hjálplegt? Nei