Skemmtibátar

Til að stuðla að öryggi skemmtibáta, hvað varðar sjófærni þeirra, búnað og siglingu, ber að gæta að ýmsum skilyrðum sem gilda um notkun þeirra og fleira.

Spurt og svarað um skemmtibáta


Skemmtibátur er bátur sem er ætlaður til íþrótta og tómstunda, óháð knúningsmáta. Með bollengd frá 2,5 m til 24 m og allar sæþotur styttri en 4 m. Ekki skiptir máli þótt sama bát megi nota í atvinnuskyni, sé hann settur á markað (þ.e. fluttur inn og/eða tekinn í notkun sem skemmtibátur).

PreviewMyndSkemmtibatar

Samgöngustofa hefur gefið út kynningarbækling um skemmtibáta. Þar má sjá yfirlit yfir helstu skyldur skemmtibátaeigenda, farið yfir þær reglur sem gilda um innflutning, skráningu, björgunar- og öryggisbúnað, skoðun og eftirlit og skipstjórnarréttindi á skemmtibáta.

Upplýsingar um skírteini og nám fyrir skemmtibáta má nálgast á sérstakri síðu um það efni. 

Hér má nálgast Spurningar og svör vegna skipstjórnarréttinda á skemmtibáta.

Umsóknir/eyðublöð sem tengjast skemmtibátum

Skemmtibátur sem smíðaður eftir 16. júní 1998, verður í öllum tilvikum að vera CE-merktur, án tilliti til þess hvar hann er smíðaður.



Lög og reglur um skemmtibáta

Lög um eftirlit með skipum, nr. 47/2003

Reglugerð um hönnun og framleiðslu skemmtibáta og einmenningsfara, nr. 130/2016, með síðari breytingum.

Reglugerð um raforku og raflagnir, nr. 28/1977 með síðari breytingum (f. skemmtibáta yfir 15 m).


Tilskipanir og reglur EES

Tilskipun um skemmtibáta og einmenningsför á sjó - 2013/53/ESB

Innleiðing: Reglugerð um hönnun og framleiðslu skemmtibáta og einmenningsfara, nr. 130/2016, lög um eftirlit með skipum, 47/2003.

Listi yfir tilkynnta aðila sem framkvæmt geta sannprófanir og útbúið samræmisyfirlýsingar.

Samræmisyfirlýsing

RSG - Recreational Craft Sectorial Group - hópur sem starfræktur er til að samræma starfsemi tilkynntra aðila.

Björgunar- og öryggisbúnaður


Reglugerð um björgunar- og öryggisbúnað skemmtibáta, 377/2007.

Reglugerð um þjónustustöðvar gúmmíbjörgunarbáta, 588/2002.

Fjarskipti

Reglugerð um björgunar- og öryggisbúnað skemmtibáta, 377/2007.

Reglugerð um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa 53/2000, með síðari breytingum.

Reglugerð um innflutning, sölu og uppsetningu á GMDSS fjarskiptabúnaði í skip, 513/1998.

Öryggi, hollustuhættir og heilsa


Reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og læknisáhöld um borð í íslenskum skipum 365/1998

Eldvarnir
Reglugerð um slökkvitæki 1068/2011.

Skráning vélarafls

Reglugerð um eftirlit og skráningu á afli aðalvéla íslenskra skipa, 520/2006.

Innflutningur, skráning, búnaður, skoðun, eftirlit og réttindi


Skoðanir og eftirlit

Reglugerð um starfshætti faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, nr. 94/2004 með síðari breytingum.

Reglugerð um skoðanir á skipum og búnaði þeirra, 1017/2003 með síðari breytingum.

Auglýsing um útgáfu á Skoðunarhandbók skipa og báta, 200/2004.

Farsvið

Yfirlit yfir þau hafsvæði við strendur Íslands sem skilgreind hafa verið sem takmarkað farsvið.

Skoðunarskýrslur og skoðunarhandbækur skemmtibáta

Skoðunarskýrslur og skoðunarhandbækur skemmtibáta má finna á þessari síðu hér.


Var efnið hjálplegt? Nei