Flokkunarfélög
Flokkunarfélög sinna skoðun á þeim skipum sem uppfyllt hafa reglur og kröfur þeirra
Þau taka einnig að sér aukaskoðanir óflokkaðra skipa í samvinnu við Samgöngustofu sem jafnframt hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Um viðurkenningu flokkunarfélaga, reglur og staðla þeirra stofnana sem sjá um skipaeftirlit- og skoðun gildir reglugerð nr. 142/2004. Með reglugerðinni var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2001/105/EB.
Eftirlit og ábyrgð flokkunarfélaga
Með ofannefndri tilskipun og breytingu á tilskipun ráðsins nr. 94/57/EB er kveðið á um aukið eftirlit með flokkunarfélögum og strangari reglur um skoðanir skipa. Miðað er við að framkvæmdastjórnin skuli rannsaka starfsemi flokkunarfélags ef slysatíðni á skipum sem þar eru undir eftirliti verður óeðlilega há. Jafnframt skal hún setja strangar reglur og verklagsreglur um skoðanir skipa og í tilskipuninni er fjallað um ábyrgð flokkunarfélaga.
Viðurkennd flokkunarfélög innan EES
Flokkunarfélög sem viðurkennd eru á evrópska efnahagssvæðinu: