Vínveitingaleyfi
Sækja þarf um leyfi til áfengisveitinga um borð í skráningarskyldu skipi
Vínveitingaleyfi
Sækja þarf um leyfi til áfengisveitinga um borð í skráningarskyldu skipi. Er það samkvæmt 15. grein áfengislaga nr. 75/1998 og skal sótt um til sveitarstjórnar þess sveitarfélags þar sem heimahöfn skipsins er, samkvæmt lögum um skráningu skipa nr. 115/1985.
Leyfi til áfengisveitinga er einungis veitt þeim sem uppfyllir skilyrði laga um veitinga- og gististaði til að fá útgefið veitingaleyfi, auk þess sem skipið skal hafa farþegaleyfi frá Samgöngustofu.
Leita skal umsagnar Samgöngustofu áður en veitt er leyfi til áfengisveitinga um borð í skipi. Sé leyfi veitt nær það einungis til áfengisveitinga um borð í skipulögðum hópferðum innan landhelgi.
Nánari ákvæði um smásölu og veitingar áfengis má finna í reglugerð nr. 177/1999.