Lögskráning

Í lögskráningu felst lögformleg skráning sjómanna um borð í skipum 

Þann 1. nóvember 2010 tóku gildi ný lög ásamt reglugerð um lögskráningu sjómanna. Í breytingunum fólust meðal annars eftirtalin atriði:

  • Lögskráningar og framkvæmd þeirra færðust frá lögskráningarstjórum til skipstjóra og útgerða. Kjósi útgerð eða skipstjóri að annast ekki lögskráninguna sjálf má óska eftir því að Samgöngustofa annist skráninguna.

  • Skylt er að lögskrá alla í áhöfn á öllum skipum sem gerð eru út í atvinnuskyni og eru skráð á íslenska skipaskrá.

  • Óheimilt er að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir.

  • Útgerðarmaður og/eða skipstjóri getur lögskráð áhöfn síns skips á grundvelli rafrænna skilríkja eða Íslykli Þjóðskrár. Þá þarf útgerð að fylla út umsóknareyðublað um aðgang skipstjóra og útgerðar að lögskráningu sjómanna sem nálgast má á vef Samgöngustofu.

Skilyrði lögskráningar

Allir í áhöfn hafi lokið a.m.k. smábátanámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna og endurnýjað það á fimm ára fresti. Þó geta þeir fengið lögskráningu sem hafa innan við 180 lögskráða daga í kerfinu og er miðað við að þeir nýti þá daga til að taka tilskilin öryggisfræðslunámskeið í Slysavarnaskóla sjómanna.Senda má fyrirspurnir um lögskráningu sjómanna og aðgang að lögskráningarkerfinu á  logskraning@samgongustofa.is.            


Var efnið hjálplegt? Nei