Mönnunarnefnd skipa
Mönnunarnefnd skipa fjallar um mönnun fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa
Þar eiga sæti fulltrúar hagsmunaaðila sem tilnefndir eru af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi vélastjóra og málmtæknimanna og Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Formaður nefndarinnar er skipaður af innanríkisráðherra.
Mönnunarnefnd starfar samkvæmt lögum nr.
30/2007 og er henni heimilt að ákveða frávik frá ákvæðum þessara laga um fjölda skipstjórnarmanna, vélavarða og vélstjóra eftir því sem tilefni gefst til. Um nefndina gildir einnig reglugerð nr. 420/2003.
Í mönnunarnefnd sitja sem aðalmenn á tímabilinu 2. janúar 2014 til 31.desember 2016:
-
Lilja Jónasdóttir, hrl., formaður, tilnefnd af ráðherra
-
Björn Jónsson, tilnefndur af SFS
-
Ingimundur Ingimundarson, tilnefndur af SFS
-
Guðmundur Helgi Þórarinsson, tilnefndur af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna
-
Guðjón Ármann Einarsson, tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambands Íslands
Upplýsingar um erindi nefndarinnar má senda á olafurjb@samgongustofa.is en erindi skulu send á sigling@samgongustofa.is.