Mönnunarnefnd skipa
Mönnunarnefnd skipa fjallar um mönnun fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa
Þar eiga sæti, fulltrúar hagsmunaaðila sem tilnefndir eru af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi vélastjóra og málmtæknimanna og Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Formaður nefndarinnar er skipaður af innanríkisráðherra.
Mönnunarnefnd starfar samkvæmt lögum nr. 30/2007 og er henni heimilt að ákveða frávik frá ákvæðum þessara laga um fjölda skipstjórnarmanna, vélavarða og vélstjóra eftir því sem tilefni gefst til. Um nefndina gildir einnig reglugerð nr. 420/2003.
Upplýsingar um skipan nefndarinnar má nálgast á vef stjórnarráðsins.
Erindi og umsóknir til Mönnunarnefndar skipa skal senda á sigling@samgongustofa.is.