Þjónustusamningar

Heimilt er að sleppa því að hafa vélavörð í áhöfn fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum

Samkvæmt lögum nr.  30/2007 þarf skipið að vera 12 metrar eða styttra að skráningarlengd með vélarafl 250 til og með 750 kW til að undanþágan gildi. Auk þess skal hafa verið gerður samningur við þjónustuaðila um viðhald vélbúnaðar skipsins og hann samþykktur af Samgöngustofu.

Um lágmarksfjölda vélstjórnarmanna á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum gilda eftirfarandi reglur:

Vélarafl skips

Vélstjórn

250 til og með 750 kW og skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd Vélavörður (SSV) - má vera hinn sami og skipstjóri (SS) sé hann eini réttindamaðurinn í áhöfn og hafi skírteini til að gegna þeim störfum. Ekki er skylt að vélavörður sé í áhöfn skips ef gerður hefur verið samningur við þjónustuaðila um viðhald vélbúnaðar skipsins og sá samningur er staðfestur af Samgöngustofu.

Var efnið hjálplegt? Nei