Þjónustusamningar

útgerðar og þjónustuaðila um viðhald vélbúnaðar

Þjónustusamningur er samningur milli útgerðar og þjónustuaðila í landi um viðhald vélbúnaðar skips sem er 15 metrar eða styttra að skráningarlengd og með vélarafl 250-750 kW. Þjónustusamningur skal staðfestur af Samgöngustofu.

Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er ekki skylt að vélavörður sé í áhöfn skips sem er 15 metrar eða styttra að skráningarlengd og með vélarafl 250-750 kW ef gerður hefur verið samningur við þjónustuaðila um viðhald vélbúnaðar skipsins og sá samningur er staðfestur af Samgöngustofu. 

Skv. reglugerð 944/2020 setur Samgöngustofa nánari reglur um skilyrði þjónustusamnings, gildistíma og brottfall, t.d. ef skip er selt, þjónustusaðili hættir starfsemi eða flytur starfsemi annað en þjónustusamningur gerir ráð fyrir. 

Umsókn um staðfestingu þjónustusamnings

Staðlaður þjónustusamningur 


Um lágmarksfjölda vélstjórnarmanna á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum gilda eftirfarandi reglur:

Vélarafl skips

Vélstjórn

250 til og með 750 kW og skip 15 metrar og styttri að skráningarlengd Smáskipavélavörður (SSV) - má vera hinn sami og skipstjóri (SS/SS15) sé hann eini réttindamaðurinn í áhöfn og hafi skírteini til að gegna þeim störfum. Ekki er skylt að vélavörður sé í áhöfn skips ef gerður hefur verið samningur við þjónustuaðila um viðhald vélbúnaðar skipsins og sá samningur er staðfestur af
Samgöngustofu.


Um þjónustusamninga er fjallað í:

  • Lögum um áhafnir skipa nr 82/2022 .
  • Reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum nr. 944/2020.


Var efnið hjálplegt? Nei