Undanþágur

Í einstaka tilvikum eru mönnum veittar undanþágur til að gegna stöðu á skipi þrátt fyrir að tilskilin réttindi vanti

Undanþága í umrædda stöðu eru aðeins veitt tímabundið og aldrei lengur en til sex mánaða. Til þess þarf viðkomandi að vera hæfur til að annast starfið á öruggan hátt að mati undanþágunefndar og eins má aðeins veita þeim undanþágu sem hefur skírteini til að gegna næstu lægri stöðu. Ef ekki er krafist skírteinis í næstu stöðu fyrir neðan má veita þeim undanþágu sem að mati undanþágunefndar hefur til þess þekkingu og reynslu.

Umsókn um undanþágu

Undanþágu má ekki veita til að gegna stöðu skipstjóra eða yfirvélstjóra nema í neyðartilvikum og þá aðeins í eins skamman tíma og unnt er.

Lög og reglugerðir um undanþágu

Samgöngustofa veitir undanþágu til starfa á farþega- og flutningaskipum, sjá 8. gr. laga nr. 76/2001 og 22. gr. reglugerðar nr. 676/2015  ásamt IV. viðauka (farþega- og flutningaskip).

Undanþágunefnd veitir undanþágu til starfa á fiskiskipum og öðrum skipum en farþega- og flutningaskipum. Ákvörðun undanþágunefndar má vísa til innanríkisráðuneytis, sjá lög nr. 30/2007, reglugerð  1004/2010 og starfsreglur undanþágunefndar.


Var efnið hjálplegt? Nei