Öryggisáætlun sjófarenda

Undanfarin ár hefur verið unnið eftir áætlun um öryggi sjófarenda samkvæmt þingsályktunartillögu um samgönguáætlun.

Samgöngustofa annast framkvæmd áætlunarinnar og siglingaráð hefur eftirlit með framgangi hennar og stuðlar að samstarfi þeirra aðila sem að málinu þurfa að koma.

Hér má finna áætlun um öryggi sjófarenda

Áætlunin skiptist í fjóra verkefnisflokka:

 • Menntun og þjálfun sjómanna

 • Fræðsluefni og miðlun upplýsinga

 • Öryggisstjórnun

 • Rannsóknir og þróunarverkefni

Áhersla er lögð á að vinna úr niðurstöðum rannsókna á sjóslysum í þeim tilgangi að sá lærdómur sem má af þeim draga skili sér inn í öryggisreglur sjófarenda. Einnig er unnið að umhverfisverkefnum sem lögð er áhersla á og skilgreind eru í samgönguáætlun hverju sinni.

Að því er stefnt að öryggis- og gæðastjórnunarkerfi séu notuð sem víðast, öryggisfulltrúar verði í skipum, fylgst með að lög og reglur séu virt og rannsóknir á sviði öryggismála sjómanna stundaðar.

Fræðsluefni um öryggi sjófarenda


Verkefni

Unnið er að fjölda verkefna í þeim tilgangi en á grundvelli niðurstaðna rannsókna er unnið að tillögum til úrbóta.

Dæmi um verkefni eru:

 • Vatnsþéttileiki skipa (sjá greinargerð frá árinu 2006)

 • Áhættumat fiskiskipa í hættulegum öldum

 • Mæling á hreyfingum skipa

 • Nýting andveltigeyma

 • Hleðsla og ofhleðsla smábáta

 • Loftflæði til aðalvéla skipa

 • Áhrif hávaða á hvíld og svefn

 • Samtímamælingar á hreyfingum skipa, loftgæðum og hávaða

 • Umhverfisvænir orkugjafar (sjá greinargerð frá árinu 2010)

 • Afgashreinsun frá aðalvélum skipa

 • Veiðar og orkugreining

Verkefnin eru unnin í samstarfi við áhafnir, útgerðir, hagsmunaaðila og verkfræðistofur.


Var efnið hjálplegt? Nei