Öryggishandbók fiskiskipa

Öryggishandbók fiskiskipa er hluti af öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip sem byggð er á ISM staðlinum. Tilgangur handbókarinnar er að stuðla að öryggi skips, áhafnar og farþega og að hindra það að rekstur skips valdi spjöllum á umhverfi

Öryggishandbók fiskiskipa, smelltu til að fá skjalið upp 

Handbókin er grunnskjal öryggisstjórnunarkerfisins, en aðlaga skal bókina að hverju skipi fyrir sig. Dæmi um uppsetningar í köflum eru í grænum texta í handbókinni sem skal aðlaga að hverri útgerð/skipi fyrir sig. Einnig má aðlaga forsíðuna að hverju skipi fyrir sig, skipta út heiti, merki og öðru.

Gert er ráð fyrir að handbókin nýtist fyrir stór og lítil skip, verði til á pappírsformi eða rafrænt á vefviðmóti. 

Til viðbótar við handbókina geta útgerðir nýtt sér Safety Folder, breskt kerfi sem er aðgengilegt öllum að kostnaðarlausu á vefsíðunni þar er haldið utan um áhættumöt, vinnuleiðbeiningar, öryggisbúnað o.fl. Unnið er að frekari aðlögun Safety Folder fyrir íslensk fiskiskip.

Öryggishandbók fiskiskipa má nálgast á Word-formi með því að smella á myndina hér að ofan eða með því að smella hér.


Var efnið hjálplegt? Nei