STCW alþjóðasamþykktin

STCW alþjóðasamþykktin snýr að menntun, þjálfun, skírteinum og vaktstöðum sjómanna og hefur Ísland verið aðili að samþykktinni frá árinu 1995

Í samþykktinni er kveðið á um samræmdar kröfur um hæfni skipstjóra, annarra yfirmanna og sjómanna sem standa vaktir um borð í kaupskipum. Er þetta í samræmi við lög um áhafnir íslenskra farþega- og flutningaskipa nr.  76/2001 og rg. nr. 416/2003. Jafnframt eru í samþykktinni ákvæði um örugga vaktstöðu yfirmanna um borð í kaupskipum.

Alþjóðasiglingastofnunin IMO hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnvalda og menntastofnanna um þá menntun og þjálfun sem mælt er fyrir um í alþjóðasamþykktinni. Þeim er ætlað að stuðla að samræmi í þeim kröfum sem umsækjendur um skírteini þurfa að uppfylla til að fá útgefið atvinnuskírteini. Gert er ráð fyrir að endurskoðun þeirra verði lokið á næstunni.

Endurskoðun STWC samþykktarinnar

Endurskoðuð ákvæði STCW samþykktarinnar tóku gildi 1. janúar 2012. Frestur til þess að uppfæra nám og þjálfun til þess sem hin nýja samþykkt mælir fyrir um er veittur til 1. júlí 2014. Skírteini sem gefin voru út samkvæmt þeim kröfum sem í gildi voru fyrir gildistöku hinnar nýju samþykktar halda gildi sínu til 1. janúar 2016. Handhafar slíkra skírteina þurfa að uppfæra menntun og þjálfun til samræmis við það sem hin endurskoðaða samþykkt mælir fyrir um.

Útgáfa skírteina

Samgöngustofa gefur út alþjóðleg atvinnuskírteini - STCW-skírteini og áritanir samkvæmt lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.


Hægt er að skoða STCW samþykktina í heild sinni.Var efnið hjálplegt? Nei