Menntun sjómanna

Boðið er upp á menntun fyrir verðandi sjómenn í sjómannaskólum, t.d. Tækniskólanum og Slysavarnarskóla sjómanna

Fjallað er um menntun og þjálfun sjómanna í 3.gr laga nr. 76/2001.

Endurmenntun

Endurnýja þarf skírteini á fimm ára fresti og ber umsækjanda að uppfylla ákveðin skilyrði sem kveðið er á um í lögum nr. 76/2001 um heilsufar, siglingatíma, endurmenntun o.fl.

Endurmenntunarnámskeið skulu samþykkt af Samgöngustofu og skal þar m.a. farið yfir nýlegar breytingar á alþjóðareglum um öryggi mannslífa á sjó og varnir gegn mengun sjávar, en slík námskeið eru í boði hjá Tækniskólanum.


Var efnið hjálplegt? Nei