Skipstjórnarnám
Skipstjórnarnám stendur til boða í eftirfarandi skólum, sem starfa skv. lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008:
-
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins
-
Skipstjórnarskólinn - skipstjórnarbraut A-E (kjarnaskóli)
Námskrá skipstjórnarnáms
Á vef Tækniskólans má lesa nánar um nám til skipstjórnar.
Smáskipanámskeið kemur í stað gamla „pungaprófsins“ (30 brl.), sjá 6. gr. rg. um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, nr. 944/2020.
Tækniskólinn býður upp á smáskipanámskeið - fjarnám (með innilotu í lok námskeiðs). Jafnframt er boðið upp á smáskipanám í öðrum framhaldsskólum úti á landi.
Sérstök námskrá gildir fyrir skipstjórnarnám á skemmtibáta að 24 metrum að skráningarlengd.
Reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi
Í reglugerð nr. 944/2020 má sjá frekari upplýsingar um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á íslenskum fiskiskipum, varðskipum, skemmtibátum og öðrum skipum.