Prófdómarar

Prófdómarar bóklegra og verklegra prófa skemmtibáta

Þeir sem sækja um skírteini til þess að mega gegna stöðu skipstjóra á skemmtibátum skulu hafa
lokið bóklegu og verklegu prófi, sem haldið er af viðurkenndum prófdómurum til samræmis við 4. gr.
reglna um próf til skemmtibátaskírteinis nr. 393/2008.

Hlutverk og starfsskilyrði prófdómara

Prófdómarar með bóklegu og verklegu prófi skulu skipaðir af Samgöngustofu til fimm ára í senn. Prófdómarar í verklegu prófi þurfa ekki að vera hinir sömu og gegna stöðu prófdómara í bóklegu prófi. Prófdómari bóklegs prófs skal a.m.k. hafa lokið skipstjórnarnámi til atvinnuskírteinis skv. námsstigi A. Prófdómari verklegs prófs skal a.m.k. vera handhafi sambærilegs skemmtibátaskírteinis. Samgöngustofa eða sá sem hún tilnefnir heldur skrá yfir skipaða prófdómara og skal hafa eftirlit með störfum þeirra.

Prófdómarar hafa yfirumsjón með framkvæmd bóklegra og verklegra prófa og hafa eftirlit með því að próf séu í samræmi við námskrá. Prófdómurum ber að tryggja svo sem kostur er samræmt námsmat.

Prófdómarar skulu vera óháðir og hafa það hlutverk að meta úrlausnir og færni. Enginn getur verið hvort tveggja prófdómari og kennari/prófskipuleggjandi. Telji prófdómari að hann geti verið vanhæfur til þess að gegna þeirri stöðu gagnvart þeim aðila sem annast fræðslu og þjálfun, þeim sem skipuleggur próf eða einstaka umsækjanda, skal hann gera viðvart þar um og fela öðrum prófdómara að meta úrlausnir og færni þegar svo háttar. 

Prófdómurum er skylt að senda samgöngustofu eða þeim sem hún tilnefnir afrit af vottorðum ásamt skýrslu um undirbúning og framkvæmd prófa. Samgöngustofa eða sá sem hún tilnefnir skal halda skrá yfir þá sem öðlast hafa skemmtibátaskírteini og flokkun skemmtibátaskírteina.”Listi yfir prófdómara

Samgöngustofa hefur skipað eftirtalda einstaklinga til þess að gegna stöðu prófdómara í bóklegum og verklegum prófum til skemmtibátaskírteinis:

Prófdómarar bóklegra prófa

 Nafn Sími Staður
 Björgvin H. Fjeldsted 8645124 Hafnarfjörður
 Kjartan Örn Kjartansson 8951414 Reykjavík
 Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir 8965874 Kópavogur
 Vilbergur Magni Óskarsson 6651120 Reykjavík
Prófdómarar verklegra prófa á vélskip

 Nafn Sími Staður
 Björgvin H. Fjeldsted 8645124 Hafnarfjörður
 Ísleifur Friðriksson 6955117 Seltjarnarnes
 Jón Magnússon 8614321 Akureyri
 Kjartan Örn Kjartansson 8951414 Reykjavík
 Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir 8965874 Kópavogur
 Theodór Haraldsson 8954620  Neskaupsstaður
 Þorsteinn Björnsson 8644338 Reykjavík
Prófdómarar verklegra prófa á seglskip

 Nafn Sími Staður
 Björgvin H. Fjeldsted 8645124 Hafnarfjörður
 Halldór Sveinbjörnsson 8946125 Ísafjörður
 Ísleifur Friðriksson 6955117 Seltjarnarnes
 Jón Magnússon 8614321 Akureyri
 Jón Pétur Friðriksson 6942314 Reykjavík
 Kjartan Örn Kjartansson 8951414 Reykjavík
 Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir 8965874 Kópavogur
 Theodór Haraldsson 8954620 Neskaupsstaður
 Þorsteinn Björnsson 8644338 ReykjavíkVar efnið hjálplegt? Nei