STCW-skírteini
Farþega- og flutningaskip
STCW skírteini eru alþjóðleg atvinnuskírteini til starfa á farþega- og flutningaskipum.
Skírteinin gilda til starfa á farþega- og flutningaskipum sem skráð eru í ríkjum sem eru á hvítlista Alþjóðasiglingamálastofnunar (IMO) yfir ríki sem uppfylla kröfur STCW-alþjóðasamþykktarinnar. Þetta er í samræmi við lög nr. 76/2001 og reglugerð nr. 676/2016.
Auknar menntunarkröfur til farmanna frá 01.01.2017 (Manila)
Þann 30. júní 2015 tók gildi reglugerð 676/2015 um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna. Reglugerðin er í samræmi við svokallaðar „Manila breytingar frá 2010“ við STCW-samþykktina og felur í sér auknar kröfur til þjálfunar og menntunar farmanna.
Eftirfarandi auknar kröfur eru gerðar til þeirra sem endurnýja skírteini sín með gildistíma fram yfir 1. janúar 2017
Námskeið í verndarskyldu (Security awareness and security duties)
Fyrir þá sem hyggjast starfa á skipum, sem starfa samkv. ISPS kóðanum (flutninga- og farþegaskip í millilandasiglingum) er gerð krafa um námskeið í verndarskyldu í samræmi við reglu VI/6 í STCW-kóðanum.
Námskeið í mannauðsstjórnun í brú/vél (ERM-engine room resource management /BRM- bridge resource management).
Gerð er krafa um að farmenn hafi sótt námskeið í mannauðsstjórnun í brú eða vél. Stýrimenn og skipstjórar útskrifaðir úr skipstjórnarskóla eftir vorið 2008 og vélstjórar útskrifaðir úr vélstjóranámi eftir vorið 2012 þurfa ekki námskeið, enda eiga að hafa fengið fullnægjandi stjórnunarkennslu.
Námskeið um rafræn sjókorta- og upplýsingakerfi, ECDIS.
Skipstjórar og stýrimenn þurfa að sækja slíkt námskeið ella fá eftirfarandi takmörkun í réttindaskírteini „ not valid on ships equipped with ECDIS“
Gefin verða út tvenns konar atvinnuskírteini skv. STCW 2010
Réttindaskírteini – CoC (Certificate of Competency)
Til handa skipstjórum, stýrimönnum, vélstjórum, GMDSS fjarskiptamönnum og skiparafvirkjum. Réttindaskírteini, CoC, er jafnan staðfesting þess að handhafi hafi lokið námskeiðum eða endurmenntun í grunnöryggisfræðslu, líf-og léttbátanámskeiði, framhaldsnámskeiði í eldvörnum og sjúkrahjálp (yfirmenn í brú og vél) og læknisverkum (yfirmenn í brú) eftir því sem við á.
Hæfnisskírteini – CoP (Certificate of Proficiency)
Til handa aðstoðarmönnum í brú og vél, sérhæfðum þilfarsliðum og sérhæfðum vélaliðum, verndarfulltrúum skipa (SSO), aðstoðarmanni rafvirkja og til staðfestingar hvers konar námskeiðum (s.s. yfirmanna á tankskipum og farþegaskipum ) og hvers konar þjálfun sem hefur verið aflað.
Umsóknarferli og fylgigögn
Þeir sem ætla að sækja um alþjóðleg atvinnuskírteini til að starfa á farþega- og flutningaskipum, þurfa að fylla út rafræna umsókn.
Rafræn umsókn um STCW skírteini
Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn áður en hún er tekin til afgreiðslu:
-
Gilt læknisvottorð frá viðurkenndum sjómannalækni.
-
Nýleg passamynd (35x45mm/600 px) - stafræn eða á ljósmyndapappír.
Rithandasýnishorn
-
Staðfesting á greiðslu skírteinis.
- Staðfesting á að hafa lokið tilskyldum námskeiðum hjá Slysavarnarskóla sjómanna.
-
Skjöl um tilskilinn siglingatíma (ef siglingatími er erlendis, þá með sjóferðabók eða vottorði útgerðar).
-
Afrit af prófskírteini frá skóla (ef sótt er um í fyrsta sinn eftir að námi lýkur).
-
Afrit af áður útgefnu atvinnuskírteini (ef um endurnýjun er að ræða).
-
Afrit af GMDSS-GoC eða RoC skírteini í gildi (aðeins fyrir skipstjórnarmenn).
Gögnin er hægt að senda rafrænt sem fylgiskjöl með umsókninni. Einnig er hægt að senda gögn á netfangið sigling@samgongustofa.is eða í pósti merkt Samgöngustofa, Ármúli 2, 108 Reykjavík.
Afgreiðsla
Samgöngustofa miðar við að afgreiða skírteini innan 12 virkra daga frá því öll gögn hafa borist. Umsókn er aðeins tekin til afgreiðslu þegar gjald hefur verið greitt. Umsækjendur geta óskað eftir því að fá skírteinið sent í pósti eða sótt það á skrifstofu Samgöngustofu.
Greiðsla
Gjald fyrir umsókn um útgáfu og/eða endurnýjun atvinnuskírteina fyrir farþega- og flutningaskip (STCW) fer eftir gjaldskrá Samgöngustofu og er kr. 12.173-. Gjaldið greiðist inná reikning nr. 515-26-210777 í Íslandsbanka. Reikningseigandi er Samgöngustofa kt: 540513-1040. Greiðslukvittun skal senda á sigling@samgongustofa.is.