12 hnútar

algengir þættir sem geta leitt til slysa eða atvika á sjó

Á árunum 2017-2021 varð ekkert banaslys á sjó og sömuleiðis hefur slysum til sjós fækkað á síðustu árum. Öflug fræðsla, aukin öryggismenning og þátttaka atvinnugreinarinnar hefur þar mikil áhrif. Enn verða þó slys og óhöpp þar sem litlu má muna að alvarlegar afleiðingar hljótist af. Veggspjöldin 12 hnútar miða að því að fækka þeim.

12 hnútar er listi yfir tólf algenga þætti sem geta leitt til slysa eða atvika til sjós. Fjölmargir hagaðilar taka þátt í verkefninu og gefin verða út tólf veggspjöld á árinu 2022 sem miða að því að auka vitund og umræðu um öryggismál sjófarenda.

Fyrirmyndin er sambærilegt verkefni „The Dirty Dozen“ sem er listi yfir tólf algengustu mannlegu þættina sem leitt geta til slysa eða atvika í flugtengdri starfsemi.

Veggspjöldin tólf verða birt hér jafnóðum og send á hagaðila sem tengjast siglingum. Hægt er að vista veggspjöldin, senda áfram, prenta út eða miðla á þann hátt sem hentar best þannig að öflug og góð dreifing náist. 

12 hnútar á ensku

Fyrir frekari upplýsingar eða þátttöku í verkefninu má senda póst á fraedsla@samgongustofa.is

#1. Áhugaleysi fyrir öryggi

Í þessu fyrsta veggspjaldi 12 hnúta er tekið á einum þeirra mannlegu þátta sem oft getur leitt til alvarlegra slysa á sjó en það er „Áhugaleysi fyrir öryggi.” Á spjaldinu er bent á nokkur mikilvæg atriði sem geta komið í veg fyrir þessa hættu eða dregið úr henni og jafnframt aukið virkni og áhuga fólks fyrir öryggi á sjó.

1.-12-HNUTAR.-AHUGALEYSI-FYRIR-ORYGGI_1645445668618


#2. Kæru- og agaleysi

Í veggspjaldi nr. 2 í röðinni 12 hnútar er fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem sjómenn þurfa að hafa í huga til að koma í veg fyrir að „Kæru- og agaleysi” verði vandamál með tilheyrandi slysahættu. Í þessu sambandi er m.a. fjallað um mikilvægi þess að gætt sé hreinlætis, að viðurkenndum verklagsreglum og gátlistum sé fylgt, að öll atvik sem leiða eða leitt geta til slysa séu skráð og að menn treysti ekki á heppnina.

2.-12-HNUTAR.-KAERU-OG-AGALEYSI_1645445669173
#3. Skortur á fræðslu og þjálfun

Í veggspjaldi nr. 3 í röðinni 12 hnútar er fjallað um hvað sjómenn þurfa að hafa í huga svo öryggi þeirra sé sem best tryggt með viðeigandi fræðslu og þjálfun. Skortur á því hefur leitt til margra mjög alvarlegra slysa á sjó. Svokallaður „besserwisser“ (beturviti) er ekki líklegur til að tryggja góð afköst né öryggi. Mikilvægt er að skipverjar hafi fullnægjandi þekkingu á þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur og hiki ekki við að spyrja ef þeir vita ekki. Að fólk falli ekki í þá freistni að giska á hvernig vinna eigi verkin heldur óhikað afli sé fullngæjandi þekkingar. Til að tryggja þetta sem best er mælt með því að öll áhöfnin sæki viðeigandi námskeið og þjálfun.

3.-12-HNUTAR.-SKORTUR-A-FRAEDSLU-OG-ThJALFUN

#4. Ofmat á eigin hæfni

Í fjórða mánuði ársins - apríl - er fjórða rafræna veggspjaldið í seríunni 12 hnútar gefið út. Að þessu sinni er fjallað um þá hættu sem getur stafað af ofmati á eigin hæfni. Sjálfsöryggi og stefnufesta er vissulega góð en hún verður að grundvallast af opnun huga og hæfninni til að uppfæra og bæta við vitneskjuna sem fyrir er. Að maður sé ætíð tilbúinn að leita nýrra og betri hugmynda og hlusta eftir þeim. Líkt og komið er inn á í spjaldi nr. 3 þá er svokallaður „besserwisser“ (beturviti) ekki líklegur til að tryggja öryggi.
Maður er ekki metinn af því sem maður þykist geta heldur því sem maður getur. Of mikið sjálfstraust getur verið merki um fáfræði og mikilvægast af öllu er að fylgja siglingareglum og leiðbeiningum framleiðanda tiltekinna tækja og áhalda. Gott er að deila hugmyndum og skoðunum með öðrum í áhöfninni og komast þannig að sameiginlegri niðurstöðu um bestu leiðina til að leysa málin.

4.-12-HNUUTAR-OFMAT-AA-EIGIN-HAEFNI


 


Var efnið hjálplegt? Nei