Sjóferðabækur

Sjóferðabækur gegna hlutverki skilríkis og eru staðfesting  á að viðkomandi sé sjómaður

Með áritun skipstjóra í sjóferðabók geta sjómenn haldið utan um siglingatíma sinn. 

Skilyrði þess að fá útgefna sjóferðabók eru:

  • Að umsækjandi sé með íslenskt ríkisfang.
  • Að umsækjandi sé á sjómannaskrá skv. lögskráningarkerfi sjómanna.

Á vefsíðu Samgöngustofu er hægt að senda rafræna umsókn um útgáfu sjóferðabókar. Skila þarf inn nýlegri passamynd á ljósmyndapappír. Myndina má senda með pósti til Samgöngustofu í Ármúla eða skila inn þegar bókin er sótt. 

Sé umsækjandi ekki á sjómannaskrá þarf hann að leggja fram staðfestingu útgerðarfélags um að hann starfi á skipum sem félagið annast rekstur á. Þetta getur verið t.d. staðfestur ráðningarsamningur eða yfirlýsing þar að lútandi sem er ekki eldri en 30 daga.

Afgreiðsla

Samgöngustofa miðar við að afgreiða sjóferðabók innan 12 virkra daga frá því að gögn og greiðsla hafa borist. Nauðsynlegt er að umsækjandi sanni á sér deili og undirriti sjóferðabókina hjá Samgöngustofu í Ármúlanum þegar hún er sótt. 

Um sjóferðabækur er fjallað í 6.gr sjómannalaga nr.  35/1985. 


Var efnið hjálplegt? Nei