Samgönguáætlun

Stefnumótun stjórnvalda í samgöngumálum er birt í samgönguáætlunum

Í stefnumótuninni eiga að birtast áherslur og verkefni á öllum sviðum samgangna, landi, láði og legi. Annars vegar er um að ræða tólf ára stefnumótunaráætlun og hins vegar fjögurra ára framkvæmdaáætlun.

Tillögur um framkvæmdir, byggðar á stefnu innanríkisráðherra í helstu málaflokkum, eru unnar í stofnunum samgöngumála og lagðar fyrir samgönguráð sem útfærir tillögu fyrir ráðherra. 

Á fjögurra ára fresti leggur ráðherra fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um tólf ára samgönguáætlun þar sem mörkuð er stefna og markmið fyrir allar greinar samgangna. Fjögurra ára áætlanir eru jafnframt endurskoðaðar á tveggja ára fresti. Ráðherra leggur árlega fyrir Alþingi framkvæmdaskýrslu samgönguáætlunar fyrir næstliðið ár.

Samgönguáætlun tekur til fjáröflunar og útgjalda allra greina samgangna, þ.e. flugmála, vegamála og siglingamála og er ætlað að samræma áætlanagerð við framkvæmdir og rekstur í samgöngumálum. 

Í henni er grunnkerfi samgangna skilgreint og gerð grein fyrir ástandi og horfum í samgöngum landsins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti fer með ábyrgð á gerð og framfylgd samgönguáætlunar.

Þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033

Þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023

Lög um samgönguáætlun nr. 33/2008


Var efnið hjálplegt? Nei