Almannavarnastig fært á hættustig

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnarlækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig frá neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveiru faraldursins (Covid-19)

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnarlækni, hefur ákveðið að lækka almannavarnastig frá neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveiru faraldursins (Covid-19). Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir 6. mars s.l. þegar fyrsta smit var staðfest hér á landi.

Ferli sem fór í gang vegna neyðarstigs er lokið, en sóttvarnarlæknir og stýrihópur um verkefni sem snýr að Covid-19, fylgjast eftir sem áður með þróun faraldursins og taka ákvarðanir miðað við framvindu hans.

Sjá nánar á vef Ríkislögreglustjóra.


Var efnið hjálplegt? Nei