26.10.2020 : Flugnám, verkleg kennsla – hertar aðgerðir um allt land vegna COVID-19

Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt flugnám og kennsla, þar sem ekki er unnt að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun, er óheimilt á gildistíma reglugerðar nr. 958/2020. 

Lesa meira

26.10.2020 : Ökukennsla – hertar aðgerðir um allt land vegna COVID-19

Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt ökunám, þar sem ekki er unnt að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun, er óheimilt á gildistíma reglugerðar nr. 958/2020.

Lesa meira

22.10.2020 : Uppfært lögskráningarkerfi sjómanna

Í dag, 22. október verður lögskráningarkerfi sjómanna uppfært í framhaldi lögum nr. 166/2019 sem breyttu lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

Lesa meira

21.10.2020 : Reglugerð ESB um endurvinnslu skipa nr. 1257/2013

Þann 1. janúar 2021 kemur reglugerð nr. 1257/2013 til framkvæmda innan evrópska efnahagssvæðisins. Skip stærri en 500BT sem koma til hafnar í evrópskum höfnum eða halda utan íslensku efnahagslögsögunnar munu þurfa að hafa innanborðs skírteini til staðfestingar að útbúið hafi verið birgðaskrá yfir hættuleg efni(IHM) fyrir skipið í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar, eða svokallað birgðaskrárvottorð (IHM certificate). 

Lesa meira

19.10.2020 : Uppfærsla skipstjórnarréttinda

Nú hafa tekið gildi breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Með nýju lögunum var skilgreiningu á hugtakinu smáskip breytt þannig að þau teljast nú vera skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri í stað 12 metra áður.

Lesa meira

13.10.2020 : Opnað fyrir skráningu á léttum bifhjólum í flokki I

Samgöngustofa hefur opnað fyrir rafræna skráningu á eldri léttum bifhjólum í flokki I (flutt til landsins fyrir 1. janúar 2020). Bifhjólin er nú hægt að skrá rafrænt á Mitt svæði hér á vef Samgöngustofu. Nánari upplýsingar, spurningar og svör má nálgast á www.samgongustofa.is/lettbifhjol .

Lesa meira

8.10.2020 : Flugnám og kennsla – hertar aðgerðir vegna COVID-19

Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi 7. október. Ýmis starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er nú óheimil. Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verkleg flugkennsla falli undir lið h. reglugerðar um (1.) breytingu á reglugerð nr. 957/2020 og skuli því leggja verklega flugkennslu niður til 19. október nk. á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

8.10.2020 : Ökukennsla – hertar aðgerðir vegna COVID-19

Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi 7. október. Ýmis starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er nú óheimil. Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt ökunám falli undir lið h. reglugerðar um (1.) breytingu á reglugerð nr. 957/2020 og skuli því leggja verklega ökukennslu niður til 19. október nk. á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

5.10.2020 : Breyting á afgreiðslu – aukin áhersla á fjarþjónustu

Vegna hættustigs almannavarna í tengslum við COVID-19 faraldurinn er almenn afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúla lokuð frá og með mánudeginum 5. október 2020. Viðskiptavinum er bent á að kynna sér þær leiðir sem eru í boði til að ganga frá nauðsynlegum erindum meðan þetta ástand varir. 

 

Lesa meira

2.10.2020 : Ný reglugerð um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa

Með lögum nr. 166/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú gefið út nýja heildarreglugerð á grundvelli laganna, nr. 944/2020 og á næstu dögum verður lögskráningarkerfi sjómanna uppfært til samræmis við efni hennar.

Lesa meira

23.9.2020 : Skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll staðfestar

Samgönguráðherra hefur samþykkt skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll og öðlast þær gildi við birtingu í Lögbirtingablaðinu í dag, miðvikudaginn 23. september. 

Lesa meira

22.9.2020 : Beltaherferðin 2 sekúndur

Hluti af beltaherferðinni 2 sekúndur var leikur sem gekk út á það að nefna eitthvað sem tekur aðeins tvær sekúndur að gera, svo stuttan tíma að það er fáránlegt að sleppa því – jafn fáránlegt og að sleppa því að festa bílbeltin. Á annað þúsund þátttakenda sendu inn svar og nú hafa vinningshafar verið dregnir út.

Lesa meira

18.9.2020 : M/V VERA D kyrrsett

Eftir ábendingu til hafnarríkiseftirlits Samgöngustofu um að flutningaskipið VERA D – IMO 9290177 væri líklega með töluverðar skemmdir á skrokk var skipið opnað til hafnarríkisskoðunar og kyrrsett að kvöldi 17. september.

Lesa meira

11.9.2020 : Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingaréttindi loftfara fullgiltur

Ísland er aðili að Höfðaborgarsamningnum um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði ásamt bókun um búnað loftfara. Samningurinn og bókunin tekur formlega gildi hvað Ísland varðar þann 1. október næstkomandi.

Lesa meira
Repjuolia_Isavia_Samgongustofa008b

9.9.2020 : Samstarf um notkun repjuolíu á vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

3.9.2020 : Ný herferð Samgöngustofu

Samgöngustofa hefur hrint af stað átakinu „Tökum lyf og vímuefni úr umferð(inni)” en því er ætlað að vekja fólk til vitundar um ábyrgð okkar allra og þá miklu hættu sem stafar af akstri undir áhrifum lyfja og vímuefna. Herferðin er unnin af Tjarnargötunni með ráðgjöf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Lesa meira

2.9.2020 : Göngum í skólann

Í dag fór fram opnunarhátíð í Breiðagerðisskóla þar sem verkefnið Göngum í skólann var sett í fjórtánda sinn á Íslandi. Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. 

Lesa meira

1.9.2020 : Uppfærð gjaldskrá Samgöngustofu

Gjaldskrá Samgöngustofu hefur verið uppfærð í samræmi við auglýsingu samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins.

Lesa meira

28.8.2020 : Áform um breytta skiptihæð yfir Íslandi - samráð

Í samræmi við ákvæði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) hefur skiptihæð verið ákveðin fyrir alla flugvelli á Íslandi. Samgöngustofa kallar eftir athugasemdum við áform stofnunarinnar um breytta skiptihæð.

Lesa meira

26.8.2020 : Leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Ferðamálastofu og Samgöngustofu, hefur nú gefið út leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða - sóttvarnaráðstafanir vegna aksturs með farþega og farþega í sóttkví. 

Lesa meira