19.5.2020 : Námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða

Dagana 8., 9. og 10. júní verða haldin námskeið fyrir fulltrúa ökutækjaumboða (fulltrúanámskeið ABC). Námskeiðin standa frá kl. 9:15-13:00 og verða haldin í Flugröst sal Samgöngustofu í Nauthólsvík, Nauthólsvegi 99. 

Lesa meira

14.5.2020 : Ferðatakmarkanir framlengdar til 15. júní

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að ferðatakmarkanir sem tóku gildi þann 20. mars sl. verði framlengdar til 15. júní 2020, í samræmi við tilmæli framkvæmdastjórnar ESB til aðildarríkja Schengen samstarfsins. 

Lesa meira

12.5.2020 : Sumarið er tíminn fyrir dróna

Mikilvægt er að fara vandlega yfir dróna eftir vetrargeymsluna og fullvissa sig um að allt sé í lagi. Þar sem áríðandi er að öryggið sé í fyrirrúmi við notkun þessara skemmtilegu tækja er ástæða til að árétta reglur sem gilda um notkun þeirra. 

Lesa meira

8.5.2020 : Úthlutun atvinnuleyfa til aksturs leigubifreiða

Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 19 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 1 leyfi á Akureyri.

Lesa meira

30.4.2020 : M/V Young Spirit kyrrsett

Við hafnarríkisskoðun í Mjóeyrarhöfn, Reyðarfirði í dag 30.apríl, á M/V Young Spirit - IMO 9686558, voru gerðar alvarlegar athugasemdir við siglingatæki skipsins og var það kyrrsett.

Lesa meira

30.4.2020 : Álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja frestað að nýju

Álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verður frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum. 

Lesa meira

29.4.2020 : Rafræn eyðublöð komin í lag

Rafræn eyðublöð sem virkuðu ekki sem skyldi frá 14:30 á þriðjudag eru nú komin aftur í lag. 

Lesa meira

29.4.2020 : Villa í rafrænum eyðublöðum

Frá því um 14.30 á þriðjudag hefur ekki verið hægt að senda inn rafrænar umsóknir á vef Samgöngustofu. Umsóknir á PDF formi og umsóknir á Mínu svæði virka þó enn. Unnið er að því að leysa vandann.

Lesa meira

27.4.2020 : Verkleg ökukennsla heimil frá 4. maí

Frá og með 4. maí verður heimilt að sinna ökukennslu, að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir.

Lesa meira

27.4.2020 : Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

Sáttmáli um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni kom út í maí 2019. Markmið sáttmálans er að auka gagnkvæman skilning og koma í veg fyrir slys og tryggja öryggi allra vegfarenda. 

Lesa meira

22.4.2020 : Tilkynning um kröfu þess efnis að allir þeir sem koma til landsins sæti 14 daga sóttkví vegna COVID-19

Ströng skilyrði verða fyrir ferðalögum til landsins frá 24. apríl til og með 15. maí 2020

Lesa meira

22.4.2020 : Bóklegum flugprófum í maí aflýst

Vegna COVID-19 er bóklegum PPL og ATPL prófum, sem fara áttu fram 25.-29. maí 2020, aflýst. 

Lesa meira

17.4.2020 : Framlenging á ferðatakmörkunum

Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu um að ferðatakmarkanir sem tóku gildi þann 20. mars síðastliðinn verða framlengdar til 15. maí 2020.

Lesa meira

3.4.2020 : Fyrirmæli til leigubílstjóra

Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur gefið út fyrirmæli til leigubílstjóra vegna aksturs með farþega, farþega í sóttkví eða með mögulegt COVID-19 smit (en einkennalaus). 

Lesa meira

2.4.2020 : Innleiðing á nýrri námskrá fyrir bóklegt ATPL nám

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið út nýja námskrá fyrir bóklegt atvinnuflugmannsnám sem tekur gildi á næstunni. Flugskólum á Íslandi hefur verið gert að innleiða þá námskrá fyrir bókleg námskeið sem hefjast eftir 31. maí 2020.

Lesa meira

31.3.2020 : Almenn undanþága vegna Covid19 – almannaflug, heilbrigðisvottorð og flugkennsla

Samgöngustofa hefur gefið út almenna undanþága frá tilteknum kröfum reglugerðar (ESB) 1178/2011 um áhöfn í almenningsflugi vegna ómöguleika í kjölfar Covid19 faraldurs.

Lesa meira

31.3.2020 : LED-ljós um borð í skipum og bátum

Að gefnu tilefni hefur Samgöngustofa gefið út dreifibréf um hvaða hættur geta stafað af LED-ljósum og búnaði þeirra um borð í skipum og bátum.

Lesa meira

30.3.2020 : Almenn afgreiðsla lokuð

Samgöngustofa áréttar að vegna COVID-19 faraldursins er afgreiðsla Samgöngustofu lokuð. Veitt er þjónusta í gegnum síma, netspjall og tölvupóst. Bent er á Mitt svæði þar sem hægt er að ganga frá eigendaskiptum ökutækja.

Lesa meira

30.3.2020 : Hvað finnst þér um vefinn okkar?

Taktu þátt í netkönnun um vefinn okkar - tekur aðeins 3-5 mínútur.

Lesa meira

27.3.2020 : Öruggur leigubílaakstur

Embætti landlæknis, í samvinnu við Samgöngustofu, hefur uppfært leiðbeiningar til leigubílstjóra. Nú gilda varúðarráðstafanir um flutning allra farþega. 

Lesa meira