Leyfishafanámskeið leigubílstjóra - 27.2.2017

Samgöngustofa gengst fyrir námskeiði fyrir leigubílstjóra dagana 20. - 24. mars nk. Tilkynna þarf þátttöku til Ökuskólans í Mjódd þar sem námskeiðið fer fram.

Lesa meira

Réttindanám leyfishafa í fólks- og farmflutningum - 27.2.2017

Samgöngustofa stendur fyrir námskeiði fyrir leyfishafa fólks- og farmflutninga dagana 6.-11. mars nk. Tilkynna þarf þátttöku til Ökuskólans í Mjódd, en námskeiðið fer fram í húsakynnum skólans.

Lesa meira

Staða skipaskrár í ársbyrjun - 27.2.2017

Nú hefur skipaskrá við upphaf árs 2017 verið gerð aðgengileg hér á vefnum. Skráin hefur að geyma ýmsar upplýsingar um öll skráningarskyld skip á Íslandi, en fjöldi þeirra var þann 1. janúar sl. 2.289 talsins. 

Lesa meira

Ákvörðun um drónaflug - 23.2.2017

Samgöngustofa hefur gefið út ákvörðun sem gildir um flug allra dróna (fjarstýrðra loftfara), óháð þyngd þeirra. Í henni kemur fram að óheimilt er að fljúga dróna hærra en í 130 metra hæð án leyfis frá Samgöngustofu. Einnig að ef fljúga á dróna innan 2 km frá svæðamörkum áætlunarflugvalla þarf til þess leyfi frá rekstraraðila vallarins, nema ef flogið er neðar en hæstu mannvirki í nágrenni flugferils drónans. Alltaf þarf leyfi frá rekstraraðila flugvallar ef fljúga á innan svæðamarka hans.

Lesa meira