Reglugerð ESB um endurvinnslu skipa nr. 1257/2013 - 21.10.2020

Þann 1. janúar 2021 kemur reglugerð nr. 1257/2013 til framkvæmda innan evrópska efnahagssvæðisins. Skip stærri en 500BT sem koma til hafnar í evrópskum höfnum eða halda utan íslensku efnahagslögsögunnar munu þurfa að hafa innanborðs skírteini til staðfestingar að útbúið hafi verið birgðaskrá yfir hættuleg efni(IHM) fyrir skipið í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar, eða svokallað birgðaskrárvottorð (IHM certificate). 

Lesa meira

Opnað fyrir skráningu á léttum bifhjólum í flokki I - 13.10.2020

Samgöngustofa hefur opnað fyrir rafræna skráningu á eldri léttum bifhjólum í flokki I (flutt til landsins fyrir 1. janúar 2020). Bifhjólin er nú hægt að skrá rafrænt á Mitt svæði hér á vef Samgöngustofu. Nánari upplýsingar, spurningar og svör má nálgast á www.samgongustofa.is/lettbifhjol .

Lesa meira

Ný reglugerð um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa - 2.10.2020

Með lögum nr. 166/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú gefið út nýja heildarreglugerð á grundvelli laganna, nr. 944/2020 og á næstu dögum verður lögskráningarkerfi sjómanna uppfært til samræmis við efni hennar.

Lesa meira