Lögskráningar – truflun á lögskráningum með rafrænum skilríkjum
Vegna tæknilegra örðugleika tengdum rafrænum skilríkjum geta orðið truflanir á rafrænni þjónustu frá kl. 15 í dag. Unnið er að lausn vandans.
Verði ekki unnt að lögskrá á skip með rafrænum skilríkjum skal tilkynnt um lögskráningu á skip með tölvupósti á netfangið: logskraning@samgongustofa.is. Í fyrirsögn tölvupósts skal setja skipaskrárnúmer skipsins. Í texta tölvupóstsins séu skráðar kennitölur sjómanna og stöður þeirra um borð.