Lokun vegna flutninga Samgöngustofu

12.9.2014

Í dag, föstudaginn 12. september kl.14.00, lokar Samgöngustofa tímabundið vegna flutninga. Við opnum aftur í nýjum höfuðstöðvum í Ármúla 2, á horni Háaleitisbrautar og Ármúla, þriðjudagsmorguninn 16. september kl.9:00. 

Á sama tíma munu vefkerfi stofnunarinnar liggja niðri að einhverju leyti en stefnt er að því að þau verði orðin virk aftur strax á mánudagsmorgun svo hægt sé að veita viðskiptavinum rafræna þjónustu. 

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa, en hlökkum jafnframt til að veita ykkur greiða og góða þjónustu á nýjum stað.