Rúnar hlaut námsstyrk

23.10.2014

Á dögunum hlaut Rúnar Stanley Sighvatsson, eftirlitsmaður í lofthæfi- og skrásetningardeild Samgöngustofu, námsstyrk frá International Federation of Airworthiness til að sækja námskeið að eigin vali tengt lofhæfimálum. Rúnar lauk í apríl síðastliðnum meistaragráðu í Aircraft Maintenance Management frá City University London og útskrifaðist hann með láði. Í kjölfarið var hann tilnefndur til styrksins sem fulltrúi skólans.

Rúnar mun sækja námskeið sem tengist þeim kröfum sem bandarískir flugrekendur þurfa að tileinka sér í lofthæfimálum en það tengist lokaverkefni hans þar sem bornar voru saman kröfur evrópskra og bandarískra flugrekenda vegna lofthæfimála.

Við óskum Rúnari innilega til hamingju og óskum honum góðs gengis á námskeiðinu, sem og í störfum sínum fyrir Samgöngustofu.

Þórólfur og Rúnar