Uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða (úr gildi)

5.11.2020

Embætti landlæknis og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Ferðamálastofu og Samgöngustofu, hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar fyrir akstur hópbifreiða - sóttvarnaráðstafanir vegna aksturs með farþega og farþega í sóttkví. Tilgangurinn leiðbeininga er að verja bílstjóra og farþega fyrir hugsanlegu smiti.

Helstu breytingar:

• Í gildi eru 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
• Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
• Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldatakmörkunum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar).

Athugið að fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur og hópbifreiðar. Hópbifreið má aðeins flytja helming þess fjölda farþega sem leyfi er gefið fyrir.

Leiðbeiningarnar fyrir akstur hópbifreiða (02.11.20)
Leiðbeiningarnar fyrir akstur hópbifreiða á ensku (02.11.20)

Einnig er hægt að nálgast mjög góðar leiðbeiningar á covid.is og á vef embættis landlæknis fyrir framlínufólk í atvinnulífinu varðandi smitgát og þrif.