Aðgerðir á landamærum frá 9. apríl 2021 - breytt skilyrði um dvöl í sóttkvíaðgerðir vegna COVID-19 - 9.4.2021

Frá og með 9. apríl 2021 eru gerðar skýrari kröfur um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús en ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina.

Lesa meira

Starfræksla loftfara í tenglum við eldgosið á Reykjanesi - 3.4.2021

Samgöngustofa hefur sinnt eftirliti með loftflutningum í tengslum við flug í kringum eldstöðvarnar. Áhersla hefur verið lögð á að hafa eftirlit með því að flugmenn tryggi að loftför séu starfrækt innan þyngdartakmarkana og að útbúnaður loftfara sé samkvæmt gildandi reglugerðum. Þá hefur verið fylgst með leyfisskyldri starfsemi sem varðar fólksflutninga í flugi en Samgöngustofu hefur borist ábendingar um að flugmenn hafi stundað slíka starfsemi án flugrekstrarleyfis. 

Lesa meira

Áframhaldandi undanþágur frá tímamörkum fyrir flugnema - 30.3.2021

Vegna ómöguleika sem orsakast hefur af Covid-19 faraldri gefst nemendum, sem eru að renna út á 18 mánaða tíma fyrir próftöku á bóklegum prófum, á tímabilinu 30. nóvember 2020 til 31. júlí 2021, kostur á því að sækja um aukinn frest til að ljúka öllum sínum prófum. 

Lesa meira

Flug loftfara yfir eldgosi í Geldingadölum - 26.3.2021

Mikil ásókn er í að skoða eldgosið á Reykjanes úr lofti. Í öryggisskyni hefur tímabundið verið sett hámark á fjölda loftfara sem er hverju sinni innan BIR2 (Vestursvæðis). Hámarkið miðast við bestu sjónflugsskilyrði og er 8 loftför. 

Lesa meira