Ákvörðun um drónaflug

23.2.2017

Samgöngustofa hefur gefið út ákvörðun sem gildir um flug allra dróna (fjarstýrðra loftfara), óháð þyngd þeirra. Í henni kemur fram að óheimilt er að fljúga dróna hærra en í 130 metra hæð án leyfis frá Samgöngustofu. Einnig að ef fljúga á dróna innan 2 km frá svæðamörkum áætlunarflugvalla þarf til þess leyfi frá rekstraraðila vallarins, nema ef flogið er neðar en hæstu mannvirki í nágrenni flugferils drónans. Alltaf þarf leyfi frá rekstraraðila flugvallar ef fljúga á innan svæðamarka flugvallarins.

Ákvörðun Samgöngustofu og aðrar gagnlegar upplýsingar um drónaflug má finna hér .

Veruleg þörf hefur verið á skilgreindum reglum um drónaflug til að auka flugöryggi. Því hefur Samgöngustofa tekið þessa ákvörðun og verður hún í gildi þangað til reglugerð um notkun og starfrækslu dróna hefur fengið samþykki ráðherra. Slík reglugerð hefur verið í vinnslu og er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu